Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2006 01:10

Meirihluti bæjarráðs biðst velvirðingar á útsendingu tilboðs Landsbankans

Meirihluti bæjarráðs Akraness hefur beðist velvirðingar á útsendingu tilboðs Landsbanka Íslands til starfsmanna bæjarins. Minnihluti bæjarráðs segist enga hugmynd hafa haft um útsendingu tilboðsins en ekki sé óeðlilegt að þeir sem að málinu stóðu biðjist afsökunar á málinu. Útibússtjóri Íslandsbanka á Akranesi hefur ítrekað mótmæli sín vegna málsins og segir svarbréf bæjarritara dónaskap en í besta falli vanþekkingu.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni barst starfsmönnum Akraneskaupstaðar bréf frá Landsbanka Íslands á Akranesi í upphafi ársins. Bréfið var sent með launaseðlum bæjarins til starfsmanna. Í bréfinu var þess getið að Landsbankinn vildi gera vel við starfmenn bæjarins og haft yrði samband við þá vegna málsins. Málið vakti hörð viðbrögð stórnenda annarra banka á Akranesi svo og bæjarfulltrúa minnihluta bæjarstjórnar. Töldu þeir stjórnendur bæjarins vera á hálum ís með því að leyfa fyrirtæki með þessum hætti að nálgast starfsmenn bæjarins. Óskuðu þessir aðilar eftir skýringum frá bæjarfélaginu og var bæjarritara falið að senda þær útskýringar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns skýrði bæjarritari í bréfi sínu ástæður þess að tilboð Landsbankans var sent og benti á ýmis fordæmi meðal annars samninga Verkalýðsfélags Akraness fyrir hönd sinna félagsmanna.

Ekki hafa útskýringar bæjarritarar nægt því á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var lagt fram bréf frá Magnúsi Brandssyni útibússtjóra Íslandsbanka á Akranesi. Bréfið er óvenju harðort. Í því óskar hann skýrari svara frá bænum en fram komu í bréfi bæjarritara og jafnframt hvort bæjarráðið sé sammála þeim skýringum sem þar koma fram. “Ég tel heldur ekki rétt að sá starfsmaður Akraneskaupstaðar sem stóð að kortasendingu fyrir Landsbankann sé látinn svara athugasemdum um málið f.h. bæjarráðs,“ segir orðrétt í bréfinu.

 

Þá bendir útibússtjórinn á “að Akraneskaupstaður er ekki Verkalýðsfélag Akraness. Akraneskaupstaður er ekki Sjúkrahús Akraness og Akraneskaupstaður er ekki starfsmannafélaga Akraneskaupstaðar,” segir hann. Þá segir: „Að bæjarritari skuli bera þessa hluti saman við það sem athugasemd var gerð við er dónaskapur en í besta falli vanþekking starfsmannsins. Akraneskaupstaður á að gæta hagsmuna allra og mismuna þeim ekki,” segir orðrétt í bréfinu. Hann ítrekar fyrri mótmæli sín og telur að um mistök hafi verið að ræða hjá bæjarritara og betra hefði verið að viðurkenna þau og biðjast afsökunar á þeim. Slíkt sé betra heldur en að reyna að verja það sem ekki sé hægt að verja.

Meirihluti bæjarráðs, þeir Sveinn Kristinsson og Magnús Guðmundsson, ítrekaði að setja þyrfti reglur varðandi meðferð og kynningu tilboða sem bjóðast starfsmönnum bæjarins. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni gilda töluvert nákvæmar reglur um innkaup og fleira og því vandséð með hvaða hætti reglur geti orðið nákvæmari. Bæjarráðið telur að viðbrögð í ofangreindu máli hafi verið langt umfram tilefni en biður þá sem telja að á hagsmuni sína hafi verið hallað velvirðingar. Þá segir að mál af þessum toga verði í framtíðinni afgreidd samkvæmt reglum sem bæjarstjórn muni setja.

 

Gunnar Sigurðsson sem situr í minnihluta bæjarráðs lét bóka að hann hafi ekki haft hugmynd um umrædda sendingu í upphafi árs. „Einnig vil ég að það komi skýrt fram að Bæjarráð Akraness hafði enga forgöngu um þessa kortasendingu og hún var framkvæmd án vitneskju bæjarráðsins,“ segir í bókuninni. Hann tekur undir athugasemdir útibússtjóra Íslandsbanka og telur ekki óeðlilegt að bæjarritari og einnig bæjarstjóri, hafi þessi kortasending verið gerð með hans vilja og vitneskju, biðji útibú, bæði Íslandsbanka hf. og KB-banka hf., á Akranesi afsökunar „enda getur það ekki verið í verkahring starfsmanna Akraneskaupstaðar að standa fyrir útsendingu slíkra auglýsinga,“ segir að lokum í bókun Gunnars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is