Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2006 02:23

Nýjar úthlutunarreglur vegna íþrótta- og tómstundastarfs á Akranesi

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu tómstunda- og forvarnanefndar bæjarins um nýjar reglur vegna þátttöku bæjarins í tómstundastarfi barna og unglinga. Í reglunum kemur fram að um miðjan ágúst ár hvert fái allir þeir sem stunda grunnskólanám á Akranesi sent ígildi ávísunar að fjárhæð 5 þúsund krónur. Ávísunin gildir í eitt skólaár. Ávísuninni geta forráðamenn grunnskólabarna framvísað sem greiðslu á æfinga- eða þátttökugjöldum. Viðkomandi félag fær síðan endurgreiðslu sem ávísuninni nemur frá Akraneskaupstað.

 

Til þess að geta nýtt sér þessar greiðslur þurfa félög að uppfylla ákveðnar reglur sem bæjarfélagið setur. Félög þurfa að hafa félagatal sem uppfært er eigi sjaldnar en árlega. Þau þurfa einnig að gera ársreikning þar sem helstu bókhaldsreglum er fylgt og reikningurinn skal vera bæjarfélaginu aðgengilegur svo og félagsmönnum félaganna. Þá þurfa félögin að hafa með höndum skipulagt starf með leiðbeinendum og þjálfurum sem eru í stakk búnir til að vinna að markmiðum félaganna. Þá þurfa félögin að halda úti reglulegri starfsemi í það minnsta fjóra mánuði á ári og einnig þurfa félögin að innheimta árgjald af félagsmönnum eða æfingagjöld af þátttakendum.

Þegar hinar nýju reglur voru samdar var leitast við að búa til reglur sem væru hvetjandi fyrir börn og foreldra og væru um leið fjárhagslegur stuðningur við heimilin og tækju tillit til barnmargra fjölskyldna.

Í bréfi sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs til bæjarráðs kemur fram að í dag stundi um 60% grunnskólabarna tómstundastarf en það hlutfall hækki í um 80% í kjölfar hinna nýju reglna. Er reiknað með að kostnaðarauki verði um 2 milljónir króna á ári og samþykkti bæjarráð að vísa kostnaðaraukanum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is