Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2006 03:20

Skortur á bifreiðaverkstæðum í Borgarnesi

Á síðasta ári fækkaði bifreiðaverkstæðum í Borgarnesi verulega. Er nú svo komið að einungis eitt verkstæði er rekið á staðnum, en það er Sprautu- og bifreiðaverkstæðið við Sólbakka. Verkstæðinu í Brákarey og Bifreiðaverkstæði Ragnars var lokað á sl. ári. Fleiri aðilar sem einnig hafa komið að almennum bílaviðgerðum til lengri og skemmri tíma hafa einnig hætt starfsemi. Ástand þetta er almennt talið bagalegt og þurfa Borgnesingar og Borgfirðingar að leita langt eftir almennum bílaviðgerðum. M.a. hefur orðið mikil aukning í verkefnum hjá bifreiðaverkstæðum á Akranesi af þessum sökum og enn aðrir sækja á höfuðborgarsvæðið eftir slíkri þjónustu.

 

Björn Jóhannesson, annar eiganda Sprautu- og bifreiðaverkstæðisins við Sólbakka í Borgarnesi segir ástandið mjög bagalegt. Hann rekur verkstæðið ásamt Pétri Jónssyni og segir hann eftirspurn eftir þjónustu allt of mikla til að þeir félagar nái að hafa undan. “Það er slæmt að það séu ekki fleiri að sinna bílaviðgerðum hér í Borgarnesi. Önnur verkstæði hafa lokað á mjög skömmum tíma og við höfum mikið að gera einungis við að leiðsegja fólki hvert það geti leitað með bíla sína í viðgerð.” Sjálfur segir Björn að væri hann svona 15 árum yngri væri hann ekki í vafa um að þá myndi hann stækka verkstæðið hjá þeim til að geta haft fleiri menn í vinnu. “Við erum orðnir það fullorðnir að það er ekki vit í fyrir okkur að steypa okkur í skuldir til að stækka verkstæðið til að geta annað þeirri eftirspurn sem er eftir bílaviðgerðum. Þess vegna skora ég á unga og fríska menn að skoða af alvöru að gera slíkt. Það er ómögulegt að skortur sé á þjónustu sem þessari í vaxandi bæjarfélagi,” sagði Björn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is