Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2006 10:25

Bæjarstjóri segir ekkert óeðlilegt við útgáfu fréttabréfs

Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi segir ekkert óeðlilegt við útgáfu Akraneskaupstaðar á fréttabréfi því, Tíðindi úr kaupstað, sem út kom fyrir nokkru. Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður gagnrýndi útgáfuna harðlega í síðasta Skessuhorni og sakaði meirihlutaflokkana í bæjarstjórn um að misnota aðstöðu sína til þess að gefa úr pólitískan áróður nú þegar styttast fer í bæjarstjórnarkosningar.

Guðmundur Páll segir bæjarfélagið hafa í gegnum tíðina gefið út ýmislegt kynningarefni enda til staðar þekking meðal starfsfólks til þeirra hluta. Útgáfa fréttabréfsins nú sé því ekkert nýnæmi. Hann segir það oft koma upp í umræðu að bæjarfélagið kynni ekki nægilega vel verk sín og með útgáfunni sé verið að reyna að bregðast við þeim röddum.

 

Aðspurður hvort tímasetningin nú skömmu fyrir kosningar sé ekki óheppileg segir hann svo ekki vera. Útgáfan komi kosningum ekkert við. Hann hafi í upphafi starfs síns sem bæjarstjóri talið þörf á að bæta upplýsingastreymi og fljótlega hafi vinna hafist við útgáfu fréttabréfsins. Aðspurður um kostnað við útgáfuna segir Guðmundur Páll hann ekki liggja endanlega fyrir en það liggi að mestu í prentun og dreifingu. Lítill annar beinn kostnaður sé af útgáfunni enda mesta vinnan unnin af starfsmönnum bæjarins.

Aðspurður um þau orð Magnúsar Þórs að með útgáfunni séu meirihlutaflokkarnir að misnota aðstöðu sína vill Guðmundur Páll ekkert segja. „Ég sé enga ástæðu til þess að elta ólar við orð þingmannsins,“ segir hann að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is