Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2006 07:38

Háskólasetur Snæfellsness stofnað

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn stofnfundur stjórnar Háskólaseturs Snæfellsness. Háskólasetrið er fræðasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Það er staðsett í Stykkishólmi og er fyrst og fremst rannsóknasetur með áherslu á náttúrurannsóknir á Snæfellsnesi og Breiðafirði, enda er náttúran þar með eindæmum fjölbreytt og rannsóknatækifæri óþrjótandi.

 

Fyrst um sinn verður um eitt stöðugildi að ræða en vonir standa til að þeim muni fjölga hratt, ekki síst með aðkomu háskólanema í framhaldsnámi í náttúrufræðum. Er hér um að ræða spennandi tækifæri til uppbyggingar á þekkingu og til að auka fjölbreytni í atvinnu og menntun á svæðinu.

Tilkoma setursins á sér nokkra forsögu en segja má að hugmyndin hafi formlega tekið að þróast eftir að starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands fóru á fund forstöðumanns Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands í nóvember 2003 með tillögu um að Háskólinn kæmi á fót rannsóknasetri í náinni samvinnu við Náttúrustofuna. Fulltrúar Háskólans voru strax jákvæðir, einkum vegna þess að með þessu móti væri ekki stofnuð ný einmenningsstofnun, heldur gæti starfsmaður setursins strax gengið inn í þá starfsemi og aðstöðu sem fyrir væri á Náttúrustofu Vesturlands. Þá skipti einnig máli að ekkert annað setur Háskólans var fyrir á Vesturlandi en Háskólinn vill gjarnan þjónusta alla landsbyggðina.

Fjármagn til stofnunar setursins var tryggt með framlagi ríkisins á fjárlögum ársins 2006, en auk þess leggur Stykkishólmsbær til fræðimannaíbúð fyrir gestafræðimenn og aðstöðu í ráðhúsi Stykkishólms og Náttúrustofa Vesturlands leggur m.a. til aðstöðu á rannsóknastofum.

 

Í fyrstu stjórn Háskólaseturs Snæfellsness sitja sex fulltrúar, þar af eru þrír tilnefndir af Háskóla Íslands. Formaður er Rögnvaldur Ólafsson, dósent í eðlisfræði og forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands en ásamt honum eru þeir Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði og Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði, fulltrúar Háskólans. Fulltrúi Stykkishólmsbæjar er Magnús I. Bæringsson, sjávarútvegsfræðingur, en Menja von Schmalensee, líffræðingur, er fulltrúi Náttúrustofu Vesturlands. Héraðsnefnd Snæfellinga tilnefnir sjötta fulltrúann í stjórnina.

Nú þegar hefur verið auglýst eftir forstöðumanni og verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála en að öllum líkindum hefjast rannsóknir á vegum setursins strax í vor.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is