Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2006 07:46

Safna áfram undirskriftum á netinu

Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku hefur hópur fólks um betri byggð í Borgarfirði tekið sig saman um að safna undirskriftum á Internetinu með það að markmiði að halda lykilembætti lögregluumdæmisins í Borgarnesi í stað þess að flytja það á Akranes eins og kemur fram í tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hópurinn telur að hugmynd ráðherrans gangi þvert á hugmyndir fagnefndar sem stofnuð var til að koma með tillögur að staðsetningu lykilembætta í kjölfar fækkunnar lögregluumdæma á landinu.

 

Rök þeirra sem vilja að lykilembættið verði í Borgarnesi eru meðal annars sú staðreynd, að í Borgarnesi er þungamiðja allrar umferðar sem fer norður í land, á Vestfirði og Vesturland.  Auk þess er í umdæmi Borgarneslögreglunnar gífurlegur fjöldi sumarhúsabyggða og fer þeim fjölgandi með hverju árinu ásamt því að íbúafjöldinn eykst að sama skapi um helgar allan ársins hring og hefur gróflega verið áætlað að íbúafjöldinn geti allt að fimmfaldast þegar mest er.

“Með því að flytja lykilembætti lögregluumdæmisins á Akranes er fótunum kippt undan eðlilegri löggæslu á svæðinu og í framhaldi af þeim flutningi má fastlega búast við að héraðsdómi og sýslumannsembættin fari þá sömu leið áður en langt um líður. Við þetta vilja íbúar ekki una og hafa því gripið til þess ráðs að safna undirskriftum með þeim hætti er að ofan er lýst,” segir í tilkynningu frá hópnum. Íbúar geta skráð stuðing sinn við yfirlýsinguna með því að skrá sig á undirskrftarlistann á vefsvæðinu http://alvaran.com

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is