Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2006 11:11

Ákveðin viðmiðunarmörk Strætóferða vegna veðurs

Um miðja síðustu viku gerði nokkuð stíft rok hér á suðvestanverðu landinu. Veðurhæðin mældist upp í 40-50 metra á sekúndu á vindasömum stöðum svo sem á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli á miðvikudagskvöld og framan af fimmtudegi. Af þessum sökum lögðust ferðir strætó frá Reykjavík á Akranes af frá kvöldmatarleyti á miðvikudag og fram á fimmtudag.  En hvað þarf vindur að ná miklum styrk til að Strætó aflýsi ferðum? Skessuhorn leitaði til Strætó bs. um hvaða viðmiðunarreglur væru í gildi. Niðurstaðan var afdráttarlaus hjá forsvarsmönnum Strætó: Þegar mestu vindhviður fara uppfyrir 30-32 m/sek á Kjalarnesi þá leggjast ferðir Strætó til Akraness af. Með þessum reglum er ákvörðunartaka um hvort ferðir skuli farnar eða ekki tekin úr höndum einstaka vagnstjóra, heldur fara þeir eftir veðurlýsingu hverju sinni og styðjast þar við áðurnefnd viðmiðunarmörk. Mælingar á vindi fara fram í sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Kjalarnesi og uppfærast á 10 mínútna fresti og eru aðgengilegar á netinu. Þannig hafa farþegar aðgang að sömu upplýsingum og vagnstjórar Strætó og geta hagað ferðum samkvæmt því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is