Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2006 08:49

Brekkubæjarskóli fær andlitslyftingu

Í sumar stendur til að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir á húsi og lóð Brekkubæjarskóla á Akranesi. Framkvæmdirnar snúa að endurskipulagi skólalóðar, viðbyggingu við anddyri og endurnýjun á klæðningu hússins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 15 milljónum í hvern þessara verkþátta. Þetta kom fram á málstofu í skólanum sem haldin var fyrir foreldra og áhugasama síðastliðinn miðvikudag.  Samið var við Hrafnkell Á. Proppé, hjá Almennu verkfræðistofunni, og Plan 21 ehf. arkitekta- og skipulagsráðgjöf um hönnun verksins.

 

Í greinagerð þeirra um lóðarskipulag kemur fram að vandamál sem skapast hafa vegna fjölgun íbúa og bíla á svæðinu eru höfð að leiðarljósi í tillögum að breytingum. Í dag liggja bílastæði upp að anddyri skólans þar sem börn stunda leik í frímínútum og það getur skapað hættu á árekstrum milli hagsmuna barna og bíleigenda. Einnig þykja leiksvæðin samhengislaus á víð og dreif á skólalóðinni og bjóða upp á fremur einhæfan leik. Í þriðja lagi vísar núverandi aðalinngangur á baklóðina og því erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á aðstæðum.

Í skipulagstillögunni er meðal annars gert ráð fyrir torgi milli skólans og íþróttahússins, sem yrði að sögn Hrafnkels kjörinn staður fyrir grillveislur eða aðrar skemmtanir á vegum skólans. Þá verða sett upp leiktæki, bílastæðum breytt, sleppistæði stækkað, tré og runnar gróðursettir og sleðabrekka hækkuð. Allt þetta mun gera skólalóðina meira aðlaðandi og líflegri og skipulögð á þann hátt að hún styrki jafnt félags– og hreyfiþroska barnanna, segir Hrafnkell.

 

Góðir hlutir gerast hægt

“Tillaga að yfirbyggingu og sameiningu tveggja innganga, sem snúa að Vesturgötunni, liggur fyrir en markmiðið með breytingunni er að skilgreina anddyri og aðkomu að skólanum á nýjan hátt,” segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, hjá Plani 21. “Hugmyndin er að gera þetta nýja aðalanddyri að einhvers konar hráu innitorgi með miklum gróðri og náttúrueinkennum.” Áætlað er að framkvæmdum við anddyri skólans verði lokið í haust þó allir verkþættirnir séu hluti af þriggja ára áætlun skólans.

Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla vill benda foreldrum á að “góðir hlutir gerist hægt,” en sjálf er hún himinlifandi að loks skuli vera komið að því að eitthvað verði gert fyrir skólann og hvatti hún alla foreldra og aðstandendur barna að snúa bökum saman og krefjast fjármagns til úrbóta á þessum annars ágæta skóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is