Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2006 09:52

Fyrsti framboðslistinn á Vesturlandi kynntur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði ásamt Kolbeinsstaðarhreppi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var kynntur í gærkvöldi. Þetta mun vera fyrsti framboðslistinn sem lagður er fram á Vesturlandi fyrir kosningarnar. Oddvitasæti listans skipar Björn Bjarki Þorsteinsson, sölustjóri en hann situr nú í bæjarstjórn Borgarbyggðar. Tvö næstu sæti listans skipar fólk sem ekki hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum á þessu svæði áður, þau Torfi Jóhannesson ráðunautur og Ingunn Alexandersdóttir leikskólastjóri. Í fjórða sæti listans er Þórvör Embla Guðmundsdóttir, en hún situr í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar og fimmta sætið skipar Bernharð Þór Bernharðsson, deildarstjóri á Bifröst. Heiðurssæti listans skipar Helga Halldórsdóttir, núverandi oddviti sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Sjá listann í heild sinni birtist í Skessuhorni sem kemur út í dag. Á næstu dögum fer að draga til tíðinda hjá fleiri stjórnmálaöflum á Vesturlandi, enda einungis 3 mánuðir til kosninga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is