Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2006 10:27

Kennir Rope yoga á Hvanneyri um helgina

Emma Bjarnadóttir yogakennari er fædd og uppalin á Ásgarði í Dölum. Hún hefur aflað sér menntunar og góðrar reynslu í svokölluðu Rope Yoga, en eins og nafnið ber með sér er notast við bönd við iðkun þess og er greinin stundum kölluð bandajóga þó íslenska þýðingin hafi ekki enn náð fótfestu. Emma hyggst bjóða Borgfirðingum upp á helgarnámskeið í þessari tegund Yoga um næstu helgi, ef næg þátttaka verður.

 

Hún segir Rope yoga vera tegund yoga í eins konar líkamsræktarkerfi þar sem reynt er að sameina hug, líkama og sál með því að beina orkunni í jákvæðan farveg bæði andlega og líkamlega. Þessi tegund yoga segir hún styrkja alla vöðvahópa líkamans með áherslu á kvið-, bak- og lærvöðva. Brennslu í líkamanum aukist og um leið lini á t.d. bakverkjum. “Með því að stunda Rope yoga eykur maður andlega meðvitund og jafnvægi. Flæðið um líkamann eykst og um leið losar maður sig við ýmis streitueinkenni,” segir Emma. Námskeiðið verður á Hvanneyri helgina 25. til 26. febrúar í Nýjaskóla. “Á helgarnámskeiði sem þessu er allt Rope yoga kerfið kynnt og farið í æfingar með böndum. Einnig verður farið í flæðis- og öndunaræfingar sem eru gerðar án bandanna.  Góð slökun verður á milli og loks mun 7 þrepa heimspeki Rope yoga verða rædd.” Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Emma í síma 860 2173 eða á: info@egER.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is