Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2006 01:32

Smellinn stækkar framleiðslurýmið

Smellinn á Akranesi, sem framleiðir forsteyptar húseiningar, hefur nýlega tekið í notkun nýtt 1250 fermetra húsnæði sem hýsir nýtt járnsmíðaverkstæði, timburverkstæði, lager og loftplötuverksmiðju. Stækkunin, sem kostaði um 100 milljónir með tækjum og tólum, hefur það í för með sér að allt framleiðsluferli verksmiðjunnar fer nú fram á einum stað en áður þurfti að senda ýmsa hluti í framleiðslu annarsstaðar.

“Með þessu verður hliðarframleiðslan virk og þannig er hægt að byggja upp allar stoðdeildir fyrirtækisins,” segir Halldór Geir Þorgeirsson, framkvæmdarstjóri Smellins í samtali við Skessuhorn.

 

“Markmiðið með viðbótinni var að straumlínulaga allt framleiðsluferlið og þar sem framleiðslugeta okkar hefur aukist um 70 til 80% á seinustu 12 mánuðum, var hún löngu orðin tímabær. Við höfum síðan snemma árs 2005 verið að steypa alla daga vikunnar sem kallar óhjákvæmilega á meira vinnuafl og í dag eru um 60 manns á launaskrá.”

Næstu mánuði mun starfsmönnum Smellinn fjölga enn frekar því fyrirhugað er að ráða 5 til 10 menn til viðbótar. Halldór nefnir að erfitt sé að fá fólk af svæðinu til vinnu.

Aðspurður um hvar helsti markaður Smellins sé, segir Halldór fyrirtækið vera að afhenda hús út um allt land en þó einna helst á svæðinu frá Snæfellsnesi og austur fyrir Selfoss. “Dagana 16. - 19. mars munum við taka þátt í vörukynningu sem fram fer í Laugardalshöllinni undir heitinu Verk og Vit, þar sem fyrirtækið, með alla sína möguleika, verður kynnt ásamt hinu góða vöruúrvali sem við höfum upp á að bjóða. Framtíðaráform okkar eru stór en ég vil síður greina frá þeim að svo stöddu, en verkefni okkar til næstu 10 mánaða er að stoppa í allar glufur í framleiðsluferlinu svo afköst geti orðið enn meiri,” segir Halldór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is