Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2006 06:01

Betra liðið sigraði í Vesturlandsslagnum

Það var frábær varnarleikur, skipulagður sóknarleikur og ómetanleg reynsla úr stórleikjum sem skilaði liði Snæfells frá Stykkishólmi sigri á Skallagrími í Borgarnesi á sunnudagskvöldið. Eins og við var að búast var troðfullt í fjárhúsinu í Borgarnesi og varla mátti sjá hvort þar væru mættir fleiri Snæfellingar eða Skallagrímsmenn. Jovan Zdravevski var að vanda stigahæsti leikmaður Skallagríms með 25 stig, en næstur kom George Byrd sem skoraði 18 stig og tók 21 frákast gegn hinum stóra og stæðilega Igor Beljanski. Beljanski var atkvæðamestur Snæfellinga með 26 stig og 15 fráköst.

 

Ljóst var fá fyrstu mínútu hvert stefndi, en liðin skiptust á um forystuna og voru það Jovan Zdravevski og hinn tröllvaxni Igor Beljanski sem sáu um stigaskorið fyrstu mínúturnar. Eftir að George Byrd varði skot Magna Hafsteinssonar með tilþrifum fylgdu tvær þriggja stiga körfur í kjölfarið hjá Borgnesingum og staðan var orðin 10-6. En Igor Beljanski og Nate Brown drógu vagninn fyrir Hólmara í byrjun leiks og mikilvægar körfur frá þeim, sem og þriggjastiga körfur Borgnesinganna Péturs Más Sigurðssonar og George Byrd gerðu það að verkum að staðan var hnífjöfn eftir 1. leikhluta, 25-25.

Atli Hreinsson skoraði fyrstu stig 2. leikhluta og er ljóst að þar er á ferðinni ungur og stórefnilegur leikmaður. Eldri leikmenn Snæfells tóku strákinn til fyrirmyndar og setti Helgi Reynir Guðmundsson góðan þrist sem Igor Beljanski studdi með einni af fjölmörgum körfum sínum úr teignum. Skyndilega voru Snæfellingar komnir með góða forystu, 25-32. Á þessum tímapunkti voru Snæfellingar þó ekki að gera góði hluti í sókninni, en klaufaskapur og taugaspenna kom í veg fyrir að Borgnesingar nýttu sér það. Fín barátta hjá Adolfi Hannessyni skilaði sér þó í góðri körfu Axels Kárasonar og Skallagrímsmönnum hafði tekist að minnka muninn í 2 stig. En flottur endasprettur Hólmara og flautukarfa frá Árna Ásgeirssyni gaf Snæfelli 5 stiga forystu í leikhléi

3. leikhluti reyndist svo vera banamein Borgnesinga, en þar skoruðu þeir 10 stig gegn 15 stigum Snæfellinga og þeir réðu ekkert við Helga Reyni Guðmundsson sem raðaði niður þristum í smettið á hverjum Borgnesingnum á fætur öðrum. Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði fyrstu körfu Skallagríms í 5 mínútur þegar 2 mínútur eru eftir að leikhlutanum og var staðan í lok leikhlutans 50-60 fyrir Snæfell.

Helgi Reynir hélt uppteknum hætti í byrjun 4. leikhluta og Magni var einnig að spila mjög vel fyrir Snæfell. Dimitar Karadzovski náði hinsvegar að minnka muninn í 60-67 og þá var komin góð stemning í borgfirska áhorfendur (loksins), en skömmu eftir það slökktu Hólmarar allar vonir Borgnesinga og urðu lokatölur 64-79 fyrir Snæfell.

Úrslitin voru gríðarlega svekkjandi fyrir Skallagrímsmenn en aftur á móti ákaflega góð fyrir Snæfell, því með sigrinum eru liðin jöfn að stigum en Snæfellingar hafa unnið báðar innbyrðis viðureignir liðanna. Eini ljósi punkturinn við kvöldið var að Grindavík tapaði og þar af leiðandi er 4. sætið ennþá raunhæfur möguleiki. Margir lykilmenn Skallagríms áttu dapran dag og erfitt er að segja hvað fór úrskeiðis. Leikmenn Snæfells höfðu einfaldlega sterkari taugar og þoldu spennustigið betur.

 

Sjá myndir frá leiknum í Skessuhorni sem kemur út á miðv.d.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is