Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2006 06:08

Ejub endurráðinn til Víkinga út 2007

Knattspyrnudeild Víkings í Ólafsvík hélt sitt árlega herrakvöld sl. laugardagskvöld í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Jónas Gestur Jónasson, formaður stjórnar Víkings bauð gesti velkomna sem voru fjölmargir. Byrjað var á borðhaldi og á borðum var glæsilegt fiskihlaðborð. Leikmenn Víkings þjónuðu til borðs eins og þeim er einum lagið. Veislustjóri var Vigfús Örn Gíslason en hann hefur verið í stjórn Víkings sl. ár. Í yfirlitsræðu sem Jónas Gestur hélt að borðhaldi loknu kom ma. fram að leikmannahópurinn væri nánast kominn fyrir komandi leiktíð og undirbúningurinn gengi vel. Sl. ár hefur Ejub Purisevic þjálfað Víking og var hann með samning út þetta ár. Stjórnin hefur ákveðið að framlengja samninginn við Ejub út næsta ár þ.e. til ársins 2007. Mikil ánægja var með þessa ákvörðun meðal gesta því þjálfari og stjórn Víkings fengu langt og mikið klapp eftir að Jónas Gestur tilkynnti þessa niðurstöðu. Eins og flestum er kunnugt náði Víkingur sínum besta árangri á sl. ári er félagið varð í 5. sæti í 1. deildinni.

 

Ræðumaður kvöldsins var Guðmundur Smári Guðmundsson framkv.stjóri Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði og var ræða hans í anda sannkallaðs herrakvölds. Þá voru veittar viðurkenningar bæði fyrir fjölda leikja og markaskorun og sá leikmaður sem flesta leiki hefur spilað fyrir Víking var Jónas Kristófersson, en hann lék alls 175 leiki og skoraði 71 mark. Þá voru leikmenn Víkings með skemmtiatriði og nokkrir tóku til máls á léttum nótum. Mikil ánægja er á Snæfellsnesi með gott gengi Víkinganna og er bæði stjórn, sem hefur staðið sig afar vel, og leikmönnum óskað alls hins besta á leiktíðinni.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is