Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2006 11:12

Betur fór en á horfðist í mesta sinubruna sögunnar

Einu umfangsmesta slökkvistarfi sem um getur lauk í morgun þegar tókst að slökkva eldana sem loguðu á stærstu svæðunum í Hraunhreppi á Mýrum. Í morgun voru einungis staðbundnir litlir eldar og glæður á stöku stað, en vonast er til að eldurinn nái ekki að breiðast út á nýjan leik. Slökkviliðsmenn úr amk. fimm slökkviliðum; Borgarnesi, Borgarfirði, Búðardal, Akranesi og Reykjavík börðust við eldana ásamt bændum og fleirum frá því á fimmtudag. Stórar haugsugur bænda víða af Vesturlandi gegndu lykilhlutverki við slökkvistarfið en auk þess var notast við dælu,- og tankbíla slökkviliðs, þyrlu og annan búnað. Í þessum mestu sinueldum í manna minnum varð ekki tjón á mannvirkjum, mönnum eða búfé og verður það að teljast blessunarlega vel sloppið. Ljóst er að bændur, slökkviliðsmenn og ýmsir fleiri unnu frábært starf og raunar stórvirki við mjög erfiðar aðstæður.

Ítarlega verður greint frá slökkvistarfinu á Mýrum í máli og myndum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is