Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2006 12:34

Mýrarnar vaktaðar - enn leynast glæður í gróðri

Eldar voru slökktir á ný seint í gærkvöldi í sinubrunanum mikla á Mýrum, en eins og kunnugt er blossuðu þeir upp að nýju um kaffileytið í gær eftir að hafa legið niðri frá því snemma um morguninn. Enn leynast glæður í mosa sem jafnvel sjást ekki og geta því eldar blossað upp fyrirvaralaust að nýju ef vindátt breytist eða vex. Nú er svæðið vaktað og slökkt jafnharðan í glæðum verði vart við þær. Talið er að um 100 ferkílómetrar hafi orðið eldinum að bráð en til að fá staðfestar tölur myndaði Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins svæðið í gær úr lofti til þess að meta það nákvæmlega hversu stórt svæði fór undir eld.

Búist er við því að veður á Vesturlandi breytist á morgun, gangi fyrst í suðvestlæga átt með slyddu en síðan á þriðjudag er afdráttarlaus rigningarspá. Fyrr en vætir geta menn ekki verið öruggir um að eldar kvikni ekki að nýju.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var seint í gærkvöldi eru bændur af Mýrum og slökkviliðsmenn að fá sér hressingu í Lyngbrekku eftir langa og stranga 3 sólarhringa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is