02. apríl. 2006 07:52
Bíll valt við Kjalardal í Skilmannahreppi rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Fernt var í bílnum og voru öll flutt á slysadeild en talið er að þau hafi ekki slasast alvarlega. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn.