04. apríl. 2006 04:14
Knattspyrnufélag ÍA hefur gert þriggja ára samning við Ísleif Örn Guðmundsson. Ísleifur er fæddur árið 1989 og er varnarmaður að upplagi. Hann er einn bikarmeistara þriðja flokks ÍA sem kom skemmtilega á óvart síðastliðið sumar og var Ísleifur Örn einn af burðarásum þess félags.