Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. apríl. 2006 01:33

Meirihlutinn fallinn á Akranesi samkvæmt skoðanakönnun

Meirihluti sá sem stjórnað hefur Akraneskaupstað á yfirstandandi kjörtímabili fellur í sveitarstjórnarkosningunum í vor, ef marka má skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir sjónvarpsstöðina NFS. Könnunin var kynnt á framboðsfundi sem stöðin stóð fyrir á Akranesi í gærkvöldi.  Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 28,9% atkvæða og þrjá menn kjörna. Flokkurinn tapar 3,5 prósentustigum frá síðustu kosningum en heldur fulltrúafjölda sínum. Framsóknarflokkurinn fengi 12,3% greiddra atkvæða og einn mann kjörinn. Flokkurinn tapar 13,7 prósentustigum og öðrum bæjarfulltrúa sínum. Sjálfstæðiflokkurinn fengi 42,6% greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna. Hann bætir við sig 7,6 prósentustigum frá síðustu kosningum en nær ekki að bæta við sig manni. Vinstri hreyfingin-grænt framboð fær 10,8% greiddra atkvæða og einn mann kjörinn. Hreyfingin bætir við sig 4,1 prósentustigi og einum manni. Þá fengi Frjálslyndi flokkurinn 5,4% greiddra atkvæða en flokkurinn bauð ekki fram í síðustu kosningum. 

 

Könnunin fór fram dagana 31. mars og 1. apríl og stuðst var við 600 manna úrtak Akurnesinga 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 60%. Eins og áður sagði félli núverandi meirihluti ef þetta yrðu kosningaúrslit. Könnunin er gerð þegar einungis eru tvö framboð komin fram, listar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framboðslisti Samfylkingarinnar var samþykktur að kvöldi 31. mars og hafði því nánast enga kynningu hlotið er könnunin fór fram. Aðrir framboðslistar hafa ekki komið fram. Í frétt frá Félagsvísindastofnun kemur fram að hlutfall óákveðinna hefði verið 22% og 13% hefðu neitað að svara og fjölmargir viðmælendur í könnuninni höfðu á orði að þeir gætu ekki gert upp hug sinn eða væru ekki tilbúnir að gefa upp afstöðu sína fyrr en framboðsmál á Akranesi skýrast betur.

 

Á framboðsfundinum í gær voru einungis fulltrúar þeirra þriggja framboða er birt hafa framboðslista sína. Fulltrúar Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins sem samkvæmt könnuninni hljóta 16,2% greiddra atkvæða fengu ekki að taka þátt í umræðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is