Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2006 08:34

Staðsetning tjaldsvæðis rædd í Snæfellsbæ

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir tillögum frá Hildigunni Haraldsdóttur um mögulega staðsetningu tjaldsvæðis í Ólafsvík. Tillaga þessi kom í kjölfar umræðu í bæjarstjórn eftir að meirihluti bæjarstjórnar hafði lagt það til að kannað yrði hvort hægt væri að koma fyrir tjaldsvæði við heilsugæslustöðina í bænum.

„Ástæða þess að þessi tillaga er lögð fram er m.a. sú að bent hefur verið á það að langt sé fyrir fólk í dag að fara gangandi frá núverandi tjaldsvæði í miðbæ Ólafsvíkur. Með því að tjaldsvæðið yrði komið fyrir á því svæði sem lagt er til verður örstutt fyrir þá er gista á tjaldsvæðinu að ganga í miðbæinn. Þetta gæti m.a. orðið til þess að þeir sem okkur sækja heim nái betur að njóta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Einnig er þetta svæðið nokkuð sér í byggðinni og því ætti ekki að skapa mikið ónæði að setja tjaldstæðið þar. Auk þess er það ljóst að á umræddu svæði verður ekki byggð nein varanleg mannvirki, þannig að landið sem færi undir tjaldstæðið nýtist ekki sem byggingarland í náinni framtíð“ segir meðal annars í tillögu meirihlutans.

 

Bæjarfulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga tillögu meirihlutans. „Þetta svæði er í íbúabyggð og mun tjaldstæði þar skapa óþarfa hættu að okkar mati. Þá er ekki búið að skipuleggja þetta svæði til þessara nota.Við teljum engu að síður að brýnt sé að kanna tjaldsvæðismál Ólafsvíkur. Bæjarfulltrúum J-listans finnst þetta gott mál fyrir íbúana að taka afstöðu til,“ segir orðrétt í tillögu minnihlutans.

Í framhaldi af umræðum um tillögu meirihlutans kom fram áðurnefnd tillaga um ráðgjöf frá Hildigunni og eins og áður sagði var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is