Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. apríl. 2006 01:37

Til hamingju leikdeild Umf Dagrenningar!

"Ég vissi ekki á hverju ég ætti von þegar ég lagði af stað á frumsýningu í Lundareykjadalinn á leikritinu Sveyk síðastliðið föstudagskvöld. Ég var búin að lesa bókina fyrir nokkrum árum og fannst hún frekar leiðinleg. Ég fór samt bjartsýn af stað því ég kannast svolítið við þetta fólk sem stendur að þessari sýningu, allavega eldri gerðina, og vissi að þau geta ýmislegt enda mikil samheldni með Lunddælingum og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Og með þennan leikstjóra Stefán Sturlu hlaut að fæðast eithvað meiriháttar afkvæmi enda kom það í ljós," segir Steinunn Garðarsdóttir m.a. í leikdómi sínum um Sveyk, en leikritið var frumsýnt í Brautartungu sl. föstudag.

 

"Það er ekki verið að velja eitthvað auðvelt verk frekar en fyrri dagin eða með fáum leikendum. Nei ekki aldeilis; metnaður og kjarkur hefur alltaf fylgt þessu félagi. Leikmyndin er eftir endilöngum salnum sem er mjög hagkvæmt. Texti var yfirleitt mjög skýr og skilaði sér vel um salinn. Ég ætla ekki að fara að telja upp hverjir stóðu sig best enda er leiksýning samvinna alls hópsins og útkoman fer eftir því hvað samvinnan er góð og hvað leikurunum finnst gaman að vera saman.

Gaman var að sjá allt þetta unga fólk sem var að stíga sín fyrstu spor á leiksviði, þau voru mjög góð. En ég verð að nefna einn sem ég vona að ég eigi eftir að sjást aftur á leiksviði, en það er Snorri Bjarnason. Ég hvet alla til að taka frá eina kvöldstund og skreppa í Brautartungu á leiksýningu. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því. Þetta var frábært kvöld, ég fór allavega hlæjani heim og skil ekkert í því hvernig það er hægt að gera svona skemmtilegt leikrit eftir svona leiðinlegri bók.

Þegar ég rifja upp fyrir mér sýninguna þá skelli ég umsvifalaust uppúr. Takk fyrir frábæra sýningu. Það var augljóst að leikurunum fannst gaman að vera saman því þeir skiluðu frábærri sýningu."

Næstu sýningar á Sveyk verða á föstudag, sunnudag og miðvikudag og hefjast allar klukkan 21 og eru, eins og áður segir í Brautartungu í Lundarreykjadal. Miðapantanir eru í símum 557-6866 og 435-1316.

 

Steinunn Garðarsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is