05. apríl. 2006 01:46
Hreinn úrslitaleikur verður spilaður annað kvöld í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfunni. Þar sem Keflvíkingar áttu heimaleikjaréttinn verða Skallagrímsmenn úr Borgarnesi að láta sig hafa það að spila leikinn í "Sláturhúsi" þeirra Reyknesinga. Leikurinn verður án efa yfir spennuþolmörkum og næsta víst að stuðningsmenn Skallagríms fjölmenna enn og aftur til Keflavíkur og hvetja sína menn til dáða. Sigurliðið í leiknum, sem hefst kl. 19:15, leikur til úrslita gegn Njarðvík sem sló KR úr leik í fjórðu viðureign þeirra liða.