Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. apríl. 2006 02:53

Vatnsátöppun mun skapa 80-120 ný störf í Snæfellsbæ

Á kynningarfundi sem nýlega var haldinn í Klifi í Ólafsvík um fyrirhugaða vatnsátöppunarverksmiðju Íslindar, voru samankomnir fulltrúar Snæfellsbæjar og fulltrúar Íslindar og kynntu fyrirhugaða vatnsátöppunarverksmiðju í Rifi. Að auki voru á fundinum þau Hildigunnur Haraldsdóttir sem kynnti nýtt aðalskipulag og deiliskipulag fyrir Rif og Bjarni Reyr Kristjánsson sem kom frá Íslenskum orkurannsóknum. Bjarni hefur unnið mikið rannsóknarstarf á vatnasvæði Snæfellsjökuls. Fjöldi áhugasamra íbúa sveitarfélagsins kom á fundinn til að kynna sér málið og koma með ábendingar og fyrirspurnir.

 

Tilgangurinn með þessum fundi var að kynna íbúum breytt aðalskipulag, breytt deiliskipulag, tillögur að breyttum vatnsverndarsvæðum og síðast en ekki síst að kynna hugmyndir að vatnsátöppunarverksmiðju sem sett verður upp í Rifi og mun líklega hefja starfsemi í byrjun næsta árs. Nú þegar er stórum hluta fjármögnunar lokið svo að búið er að tryggja fjármagn til að byggja húsnæði og setja upp verksmiðjuna í því.

 

Birgir Viðar Halldórsson og David Powley fluttu kynningu á verkefninu og kom m.a. fram í máli þeirra að gert er ráð fyrir að strax á fyrsta ári verksmiðjunnar er gert ráð fyrir að starfsmenn verði 80-90 og á öðru til þriðja ári verði starfsmannafjöldi orðinn 110-120. Fyrsti áfangi hússins verður líklega 14.000 fm að stærð og mun standa á lóð sem er 63.000 fm. svo að svigrúm til stækkunar er eitthvað.

 

Mikil áhersla er lögð á að vatninu verði skipað um borð í skip í Rifshöfn en ekki flutt á bílum til Reykjavíkur þar sem það yrði sett í skip, þetta hefur mikið að segja þar sem að gert er ráð fyrir að í verksmiðjunni verði tappað á u.þ.b. 600 flöskur á mínútu og vinnslulínan skili af sér fullu bretti af vatnsflöskum á 3ja mínútna fresti. Unnið verður á vöktum svo að gera má ráð fyrir að á hverjum degi afkast verksmiðjan 10 gámum af vatni. Þetta gerir það að verkum að til að byrja með mun líklega koma skip vikulega eða a.m.k. hálfsmánaðar fresti til að sækja vatn.

 

Búið er að reikna út að verksmiðjan þurfi tæplega 20 sekúndulítra af vatni til að standa undir framleiðslunni. Bjarni Reyr upplýsti fundarmenn um það að vatnið verði tekið úr lindum í Skarðshrauni en lindir á því svæði gefa af sér u.þ.b. 2000 sekúndulítra svo að verksmiðjan er að nýta í kringum 1% af því vatni sem svæðið gefur af sér.

 

Aðspurður sagði Birgir að ástæðan fyrir því að Rif varð fyrir valinu er sú að Snæfellsnes og sérstaklega Snæfellsbær hafi á sér hreina ímynd, auk þess eru þjóðgarðurinn og Snæfellsjökull séu vel þekkt á heimsvísu.  Þar að auki sé vatnið sem kemur úr þeim lindum sem nota á mjög hreint, með réttu sýrustigi og þar að auki mjög kalt.

 

Miklar umræður fóru fram um verksmiðjuna í lok fundar og greinilega mikill áhugi fyrir þessu verkefni, rík áhersla er lögð á að samfélagið njóti sem mest góðs af tilkomu verksmiðjunnar og leggja eigendur hennar áherslu á að sem mest af aðföngum fyrirtækisins verði til í Snæfellsbæ.

 

Byggt á frétt snb.is og Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is