Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2006 01:17

Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi

Gengið hefur verið frá fyrstu níu sætunum á framboðslista Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra á Akranesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. Listann leiðir Karen Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, í öðru sæti er Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og í því þriðja er Rannveig Bjarnadóttir, grunnskólaleiðbeinandi. Listinn í heild sinni með öllum 18 nöfnunum verður kynntur á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl nk.  Að sögn Magnúsar Þórs, talsmanns listans er stefnan tekin á að ná a.m.k. tveimur mönnum inn í bæjarstjórn. “Við höfum fundið fyrir geysilegum meðbyr undanfarna daga og hvatningu frá almenningi á Akranesi til að stilla fram öflugum lista. Við teflum fram tiltölulega ungu fólki sem hefur búið á Akranesi og ætlar sér að eiga bjarta framtíð í bæjarfélaginu. Þetta fólk á mikilla hagsmuna að gæta, t.d. börn á leik- og grunnskólaaldri og foreldra sem eru í hópi eldri borgara og þetta er fólk sem greiðir tiltölulega hátt útsvar til bæjarfélagsins. Þessi hópur vill því eiga aðkomu að stjórnun bæjarfélagsins og finnst breytinga þörf,” sagði Magnus Þór í samtali við Skessuhorn.

 

 

Efstu sæti listans skipa:

 

1. Karen Jónsdóttir, viðskiptafræðingur (39)

2. Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og alþingismaður (41)

3. Rannveig Bjarnadóttir, grunnskólaleiðbeinandi (59)

4. Sæmundur Tryggvi Halldórsson, verkamaður (45)

5. Kristinn Jens Kristinsson, öryrki (33)

6. Guðbjörg R Ásgeirsdóttir, skrifstofukona (42)

7. Sigurjón Runólfsson, verktaki (44)

8. Elías Ólafsson, sjómaður (36)

9. Ásgeir Valdimar Hlinason, múrari (42)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is