Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2006 10:35

Barist til sigurs í Borgarnesi

Skallagrímur jafnaði metin í úrslitarimmunni gegn Njarðvík með sigri í “Fjósinu” í gær. Með öruggum 87-77 sigri á Njarðvíkingum er staðan orðin 1-1 í einvígi liðanna. Skallagrímsmenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. Leikur heimamanna einkenndist af miklu öryggi og var engu líkara en þeir stæðu í slíkri rimmu ár hvert, en það er fjarri sannleikanum. Þess má geta að það var þröngt setinn bekkurinn í Borgarnesi því uppselt var á pallana og segja spekingar að áhorfendafjöldinn hafi sjaldan verið jafn mikill í íþróttahúsinu í Borgarnesi.

 

Leikurinn byrjaði rólega en það var George Byrd, rétt eins og í fyrsta leik liðanna sem skoraði fyrstu stig leiksins með skemmtilegum "off the glass" þristi. Friðrik Stefánsson sýndi síðan hvers hann er megnugur og skoraði 6 stig í röð. Borgnesingar fóru hinsvegar mikinn fyrir utan þriggjastiga línuna í 1. leikhluta og skoruðu alls 6 þrista í leikhlutanum. 

 

Staðan eftir 1. leikhluta var 27-15 og voru Njarðvíkingar slegnir all svakalega útaf laginu. Fyrsta sóknin í 2. leikhluta var löng og vandæðaleg en hinn magnaði Dimitar Karadzovski tók þá málin í sínar hendur og setti mikilvæga þriggjastiga körfu, 30-15. Njarðvíkingar brugðu þá á það ráð að setja stemmningskarlinn Halldór Karlsson inná og hleypti hann lífi í leik Njarðvíkinga, bæði varnarlega og sóknarlega. Halldór er leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Staðan í hálfleik var 42-28 Borgnesingum í vil.

 

Dimitar hélt uppteknum hætti eftir hlé og skoraði þrjú stig fljótlega eftir að flautað var til leiks. Jeb Ivey og Guðmundur Jónsson áttu góða spretti fyrir Njarðvíkinga og hreinlega héldu þeim inni í leiknum. Stemmingin var slík á pöllunum, að Njarðvíkingar áttu erfitt með að fóta sig og áttu undarleg klaufamistök sér stað hjá annars mjög reyndum leikmönnum þeirra. Staðan eftir 3. leikhluta var 67-54 fyrir Skallagrím.

 

Njarðvíkingar héldu áfram að elta Borgnesinga í 4. leikhluta og fóru að spila pressuvörn. Sú vörn skilaði ekki tilætluðum árángri og héldu Borgnesingar stigaskorun sinni áfram. Jovan Zdravevski átti nokkrar góðar körfur "á póstinum" og réði Brenton Birmingham lítið við Makedóníumanninn í kvöld. Zdravevski virtist þó vilja halda spennu í leiknum því hann tók uppá því að senda boltanum 2svar í röð á Njarðvíkinga í hraðaupphlaupi. Það kom þó ekki að sök því slæm vítanýting Njarðvíkinga á lokamínútunum gerði það að verkum að sigurinn var aldrei í hættu.

 

Jovan Zdravevski sagði eftir leikinn að Njarðvíkingar væru "litlir" þegar þeir kæmu Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. "They feel veri little when they come to our house" sagði kappinn sveittur og sáttur í leikslok.

GBÞ

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is