Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2006 07:59

Rekstur Akraneskaupstaðar betri en reiknað var með

Rekstur Akraneskaupstaðar og stofnana hans var jákvæður um rúmar 28 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem verður til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í næstu viku.  Er þessi niðurstaða betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun en þar var gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði jákvæð um rúmar 21 milljón króna.

 

Skatttekjur bæjarfélagsins námu rúmum 1.505 milljónum króna en voru tæpar 1.469 í áætlun. Framlög jöfnunarsjóðs voru rúmar 221 milljón króna eða mun hærri en í áætlun sem var rúmar 187 milljónir króna. Aðrar tekjur námu rúmum 406 milljónum króna en í áætlun var gert ráð fyrir tæpum 495 milljónum króna. Samtals voru því rekstrartekjur því rúmar 2.133 milljónir króna í stað rúmlega 2.150 milljónum króna í áætlun.

 

Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 1.405 milljónum króna í stað rúmlega 1.250 milljónum króna í áætlun. Launakostnaður reyndist því 12,5% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Annar rekstrarkostnaður var tæpar 690 milljónir króna sem er 16% lægra en áætlun sagði til um en þar var miðað við tæpar 821 milljón króna. Afskriftir námu tæplega 105 milljónum króna en í áæltun var reiknað með rúmum 102 milljónum króna. Rekstrarafkomu fyrir fjármagnsliði var því neikvæð um rúmar 66 milljónir króna í stað rúmlega 23 milljónum króna í áætlun. Þá voru fjármagnstekjur rúmar 94 milljónir króna eða ríflega tvöfalt hærri en í áætlun sem var rúmar 44 milljónir króna.

Á árinu 2005 hækkuðu lífeyrisskuldbindingar bæjarfélagsins um og stofnana þess um rúmar 190 milljónir króna og voru í árslok rúmar 1.327 milljónir króna. Langtímaskuldir við lánastofnanir lækkuðu á árinu úr rúmum 871 milljón króna í 685 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar að frádregnum veltufjármunum voru í árslok 2005 tæpar 1.943 milljónir króna og höfðu hækkað úr rúmum 1.911 milljónum króna. Þess má geta að í árslok voru áhættufjármunir og langtímakröfur bæjarins rúmar 3.567 milljónir króna og höfðu hækkað úr rúmum 2.747 milljónum króna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is