Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2006 10:49

Prestssetrasjóður sýknaður af kröfu sóknarprestsins á Saurbæ

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Prestssetrasjóð af kröfum sóknarprestsins á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sem taldi að skaðabætur, vegna lagningu háspennulínu, að fjárhæð rúmar 9,3 milljónir króna ættu að renna til sín í stað sjóðsins. Forsaga málsins er sú að sóknarpresturinn hefur setið á Saurbæ frá miðju ári 1996 og frá þeim tíma hefur hann verið umráðamaður eða ábúandi jarðarinnar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að gengið yrði frá samningi um afnot hans af jörðinni hafi það ekki verið gert fyrr en í ársbyrjun 2001. Síðar hafi Landsvirkjun tekið ákvörðun um að leggja Sultartangalínu 3 um land jarðarinnar og einnig að breyta legu Brennimelslínu 1 á jörðinni. Matsnefnd eignarnámsbóta hafi ákveðið árið 2004 að bætur skyldu koma í staðinn að fjárhæð rúmar 9,3 milljónir króna.

 

 

Taldi sóknarpresturinn að bæturnar skyldu, samkvæmt samningi, renna til sín en stjórn Prestssetrasjóðs taldi að bæturnar skyldu renna í fyrningarsjóð prestssetursins til viðhalds og endurbóta á því. Í kjölfarið höfðaði sóknarpresturinn skaðabótamál. Taldi hann að með lagningu línunnar hefði skert nýtingarmöguleika hans á jörðinni og þar með möguleika hans til tekjuöflunar. Vísaði hann meðal annars til þess að skamkvæmt aðalskipulagi hafi verið gert ráð fyrir byggingu frístundabyggðar og hefðu tekjur af slíkri uppbyggingu komið í hans hlut. Bygging háspennulínunnar hefðu möguleika á slíkri uppbyggingu. Þá vísaði hann meðal annars til samkomulags sjóðsins við sóknarprestinn í Valþjófsstað í Fljótsdal en hann fékk á sínum tíma helming þeirra bóta er komu í hlut jarðarinnar vegna Kárahnjúkavirkjunar.

 

Prestssetrasjóður kvaðst hins vegar aldrei hafa samþykkt fyrir sitt leyti að jörðin yrði nýtt til frístundabyggðar með sölu eða leigu á lóðum úr henni.

 

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ekki hafi verið telft fram neinum sönnunargögnum um að hann hafi orðið fyrir tjóni af lagningu línunnar um landið og því beri að sýkna Prestsetrasjóð af kröfum sóknarprestsins. Þá var sóknarprestinum gert að greiða sjóðnum 250 þúsund krónur í málskostnað.  Dóminn kvað upp Símon Sigvaldason héraðsdómari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is