Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2006 12:54

Fagþekkingu hefur hrakað í fiskvinnslu að mati sjávarútvegsráðherra

Eftir að Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði og Fiskvinnsludeildin á Dalvík hættu starfsemi hefur þess orðið áþreifanlega vart að fagþekkingu hefur hrakað í fiskvinnslu og ber brýna nauðsyn að bæta þar úr. Þetta kom fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar varaþingmanns um menntun fiskvinnslufólks.  Varaþingmaðurinn spurði hvort ráðherrann teldi þörf á því að efla menntun fiskvinnslufólks hér á landi og ef svo er hvernig þá væri best gert.

Í svari ráðherra kom fram að ljóst sé að efla þurfi fagþekkingu og menntun fiskvinnslufólks á Íslandi vegna sífellt meiri krafna frá mörkuðum. Í dag gefst ófaglærðum starfsmönnum kostur á að sækja 40 tíma námskeið sem starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar stendur fyrir. Þá væru einnig í boði ýmiskonar styttri námskeið á vegum annarra aðila meðal annars einkaaðila.

 

Þar sem fagþekkingu hefur hrakað undanfarin ár hafi ráðuneytið skipað starfshóp sem vinnur að úrbótum og er honum ætlað að koma á skipulegri fræðslu fyrir millistjórnendur í vinnslunni og standa vonir til að hægt verði að bjóða 3-4 vikna námskeið frá og með næsta hausti.

Þá spurði þingmaðurinn hvort ráðherra teldi koma til greina að endurvekja Fiskvinnsluskólann í einhverri mynd. Í svari ráðherra kemur fram lítil aðsókn hafi verið að námi af þessu tagi og því væri enginn fiskvinnsluskóli starfandi í landinu núna. Sérstök sjávarútvegsdeild hafi verið sett á fót í Fjöltækniskólanum og unnið sé að því að koma „á fót fjölvirkjanámi með áherslu á fiskvinnslu á vegum Mennta- og matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar“ eins og segir orðrétt í svari ráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is