Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2006 12:54

Fagþekkingu hefur hrakað í fiskvinnslu að mati sjávarútvegsráðherra

Eftir að Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði og Fiskvinnsludeildin á Dalvík hættu starfsemi hefur þess orðið áþreifanlega vart að fagþekkingu hefur hrakað í fiskvinnslu og ber brýna nauðsyn að bæta þar úr. Þetta kom fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar varaþingmanns um menntun fiskvinnslufólks.  Varaþingmaðurinn spurði hvort ráðherrann teldi þörf á því að efla menntun fiskvinnslufólks hér á landi og ef svo er hvernig þá væri best gert.

Í svari ráðherra kom fram að ljóst sé að efla þurfi fagþekkingu og menntun fiskvinnslufólks á Íslandi vegna sífellt meiri krafna frá mörkuðum. Í dag gefst ófaglærðum starfsmönnum kostur á að sækja 40 tíma námskeið sem starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar stendur fyrir. Þá væru einnig í boði ýmiskonar styttri námskeið á vegum annarra aðila meðal annars einkaaðila.

 

Þar sem fagþekkingu hefur hrakað undanfarin ár hafi ráðuneytið skipað starfshóp sem vinnur að úrbótum og er honum ætlað að koma á skipulegri fræðslu fyrir millistjórnendur í vinnslunni og standa vonir til að hægt verði að bjóða 3-4 vikna námskeið frá og með næsta hausti.

Þá spurði þingmaðurinn hvort ráðherra teldi koma til greina að endurvekja Fiskvinnsluskólann í einhverri mynd. Í svari ráðherra kemur fram lítil aðsókn hafi verið að námi af þessu tagi og því væri enginn fiskvinnsluskóli starfandi í landinu núna. Sérstök sjávarútvegsdeild hafi verið sett á fót í Fjöltækniskólanum og unnið sé að því að koma „á fót fjölvirkjanámi með áherslu á fiskvinnslu á vegum Mennta- og matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar“ eins og segir orðrétt í svari ráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is