Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2006 01:49

Njarðvíkingar sigruðu í þriðja leiknum 107-76

Borgnesingar biðu lægri hlut fyrir sprækum Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni sl. laugardag. Skyttur Njarðvíkinga, og þá helst Brenton Birmingham, voru sjóðheitar og kláruðu leikinn strax í 2. leikhluta. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms var þó brattur eftir leik og sagði að hittni Njarðvíkinga hefði verið lygileg og það hefði haft sálfræðilega slæm áhrif á Borgnesinga. Hann bætti því við að lið hans væri alls ekki hætt og kæmu sterkir til leiks á mánudag í Borgarnesi. George Byrd hóf leikinn af krafti með góðri körfu fyrir Borgnesinga en Brenton Birmingham svaraði að bragði fyrir Njarðvíkinga. Brenton hafði alls ekki sagt sitt síðasta orð en hann átti sannkallaðan stórleik og setti 32 stig fyrir Njarðvíkinga.

Valur Ingimundarson tók leikhlé í stöðunni 16-13 og dugði það til þess að halda Borgnesingum í seylingarfjarlegið við Njarðvíkinga, en klaufalegur endir á fyrsta leikhluta, þar sem Dimitar Karadzovski missti boltann og Brenton Birmingham tróð í kjölfarið, gerði það verkum að staðan var 27-20 þegar 25% af leiknum var búið.

 

2. leikhluti reyndist Borgnesingum sannkölluð píslarganga í dymbilviku, en þá gegnu Njarðvíkingar á lagið og Brenton "Pílatus" Birmingham dæmdi Skallagrímsmenn til dauða snemma í leikhlutanum með hverri snilldarkörfunni á fætur annarri. Jóhann Ólafsson og Jeb Ivey spiluðu einnig feykivel í liði Njarðvíkur og staðan í hálfleik 60-37 fyrir Njarðvík.

 

Ófarir Borgnesinga héldu áfram í 3. leikhluta þó svo að menn eins og Axel og Jovan, sem hefur þó oft átt betri dag, gerðu sitt besta til að halda Borgnesingum inni í leiknum.  Skallagrímsmenn réðu hreinlega ekkert við Njarðvíkinga sem léku í dag algeran stjörnuleik og er erfitt að finna nokkurt lið sem getur sigrað Njarðvíkinga í þessum ham. Afmælisbarnið Pétur Már Sigurðsson fékk dæmda á sig tæknivillu í kjölfar villu sem hann fékk fyrir að brjóta á góðvini sínum Jeb Ivey. Ivey fór á línuna og sýndi fádæma öryggi þar sem hann setti öll 5 vítaskotin niður og kom Njarðvíkingum í 82-52.

 

4. leikhluti var í raun einungis formsatriði og ber helst að nefna framgöngu Heiðars Lind Hanssonar sem stóð sig með stakri prýði og setti 10 stig, en strákurinn er búinn að standa sig vonum framar í úrslitakeppninni.

Lokatölur voru sem áður sagði 107-76. Margir lykilmenn Skallagríms náðu sér ekki strik í leiknum og ljóst er að menn verða að girða sig í brók fyrir mánudaginn.

GBÞ

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is