Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2006 05:50

Ánægja með fjölmennan fund um Mýraeldana

Um 50 manns sátu fund í Lyngbrekku á Mýrum á þriðjudag í síðustu viku þar sem rætt var um sinubrunana miklu er þar geisuðu á dögunum. Það voru bæjarstjórn Borgarbyggðar og sýslumaðurinn í Borgarnesi sem boðuðu til fundarins. Í fundarboði sagði að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst sá að fara yfir málin og draga lærdóm af þeirri dýrkeyptu reynslu sem slökkvilið, lögregla og ekki síst íbúar hlutu þessa daga.

Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi rakti þróun sinueldanna og skýrði störf lögreglunnar. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi fór yfir störf slökkviliðsins þessa daga. Þá fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands þeir Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og Guðmundur Guðjónsson, landfræðingur yfir gróðurfar á svæðinu og hugsanlegar afleiðingar eldanna á gróður.

 

Að framsöguerindum loknum voru frjálsar umræður og gafst fundarmönnum þá færi á því að segja sína skoðun á málinu og leggja fram fyrirspurnir til þeirra er komu að málum.

Fram kom á fundinum að eldurinn hefðu í raun notið bestu aðstæðna sem völ var á, það er að hvasst hefði verið í veðri, sina mikil og loftraki lágur. Því hefði í raun getað farið mun verr en raun varð á og eldurinn hefði farið bestu mögulegu leið til sjávar. Einnig kom fram að eldarnir hefðu verið það miklir að myndast hefði sérstakt veðurkerfi við þá sem hefði gert slökkvistarfið erfiðara.

Samkvæmt rannsóknum Náttúrufræðistofnunar voru það í heildina 67 ferkílómetrar lands sem eldurinn fór um. Hvað gróður varðar kom fram hjá Bergþóri að fyrstu rannsóknir sýndu að hann hefði ekki farið jafn illa og óttast var í upphafi. Rannsóknir eru þó skammt á veg komnar og því of snemmt að slá neinu föstu. Sem dæmi nefndi Borgþór að fífan myndi án efa taka við sér í sumar en fjalldrapi og lyng yrði nokkur ár að jafna sig.

Bjarni Þorsteinsson segist afar ánægður með fundinn. Nauðsynlegt hefði verið að fara yfir málin á opnum fundi og það hefði tekist. Hann taldi fundinn hafa hreinsað nokkuð andrúmsloftið milli íbúa svæðisins og þeirra er stóðu í eldlínu slökkvistarfanna. Mikilvægast væri að allir drægju lærdóm af því sem gerst hefði.

Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður sagði fundinn að sínu mati hafa verið mjög góðan. Greinilega hefði margt í máli framsögumanna skýrt ýmislegt sem íbúar hefðu verið að velta fyrir sér að undanförnu. Því hefði fundurinn náð þeim markmiðum sem sett voru og án efa væru allir sem að málum koma hæfari til þess að takast á við verkefni sem þessi í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is