Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2006 05:50

Framkvæmdir hafnar á Krosslandi

Í síðustu viku var fyrsta skóflustungan tekin að gatna- og veituframkvæmdum í Krosslandi í Innri Akraneshreppi. Þar er fyrirhugað að reisa um 400 íbúa byggð. Það er fyrirtækið Stafna á milli ehf. sem stendur fyrir framkvæmdunum en jarðvinnu- og lagnaframkvæmdir annast Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra Stafna á milli verður nú u.þ.b. helmingur svæðisins í Krosslandi gert byggingarhæft. “Við byrjum á gatna- og veituframkvæmdum og ráðgerum að ljúka þeim í október í haust. Í júní eða júlí verður þó hægt að hefja framkvæmdir við fyrstu lóðirnar á svæðinu.” Þorgeir segir að í þessum áfanga verði byggt á 24 einbýlishúsalóðum, þ.a. 12 hús á einni hæð og 12 á tveimur. Fjórar lóðir verða undir 42 íbúðir í tveggja hæða raðhúsum eða á sérhæðum. Þá verða þrjár lóðir undir tveggja hæða fjölbýlishús með alls 58 íbúðum þannig að allt í allt er nú gert ráð fyrir 124 íbúðum í þessum áfanga. Þorgeir segir að lóðirnar verði auglýstar til sölu í maí og sett fast verð á hverja lóð miðað við fjölda íbúða á hverri fyrir sig. Inni í lóðaverðinu verða gatnagerðargjöld en ekki tengigjöld vegna veituframkvæmda og kostnaður vegna byggingafulltrúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is