Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2006 08:56

Kjartan sýnir í Kirkjuhvoli

Næstkomandi laugardag, 22. apríl, hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi málverkasýning Kjartans Guðjónssonar. Þar sýnir hann um 25 olíuverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta.  Kjartan er fæddur 21. apríl 1921 og er þetta því nokkurs konar afmælissýning. Auk þess er minnst að rúm 60 ár eru liðin frá því hann sýndi verk sín fyrst á Íslandi, þá nýkomin úr listaskóla í Bandaríkjunum.

 

Kjartan nam myndlist í Chicago í tvö ár en sneri aftur heim og fór að kenna við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og kenndi þar í mörg  ár. Þar kynntist hann öðrum listamönnum sem höfðu numið erlendis og og kynnst stefnum á borð við abstrakt-list. Þar á meðal voru Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason, Snorri Arinbjarnar og fleiri, sem síðar mynduðu kjarnann í Septemhópnum og um haustið 1945 héldu þau sýningu í Listamannaskálanum sem átti eftir að hafa eftirmál, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Kjartan bjó um skeið í Flórens og  París og málaði. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk þess að myndskreyta bækur. Sýningu Kjartans í Kirkjuhvoli lýkur 7. maí.  Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is