Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2006 01:16

Laun sveitarstjónarmanna fylgja stærð sveitarfélaga

Í könnun sem gerð var á vef Skessuhorns fyrir skömmu svaraði meirihluti aðspurðra því játandi að launa ætti betur sveitarstjórnarstörf og laða þannig fleiri til þátttöku í pólitík. Í framhaldi af þessari könnun óskaði Skessuhorn eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um laun sveitarstjórnarmanna. Ekki var leitað til allra sveitarfélaga á Vesturlandi heldur einungis reynt að endurspegla mismunandi stærð þeirra.   Af könnuninni má ráða að launin eru mjög misjöfn og fylgja þau að nokkru leyti stærð sveitarfélaganna, það er að launin eru hærri í stærri sveitarfélögunum. Hvort þau eru nægilega há eða of há verður hver og einn lesandi að meta. Þó má ljóst þykja að sveitarstjórnarmenn virðast hafa borið sig saman í landshlutanum. Þannig eru laun sveitarstjórnarmanna á Snæfellsnesi mjög svipuð og grunnlaun í Borgarbyggð og á Akranesi eru einnig svipuð. Í flestum tilfellum taka launin mið af launum alþingismanna.

 

 

Akranes og Borgarbyggð

Í þessum sveitarfélögum er kjörnum fulltrúum greidd föst laun og ekki er sérstaklega greitt fyrir hverja fundarsetu. Föstu launin eru þau sömu í bæjarfélögunum. Á Akranesi er til viðbótar greiddur ýmiss kostnaður hvort sem hann er útlagður eða ekki. Má þar nefna að bæjarfulltrúar fá greitt fyrir 300 kílómetra akstur á mánuði og bæjarráðsmenn fá greidda 400 km. Einnig eiga bæjarfulltrúar rétt á því að sækja námskeið eða ráðstefnur innanlands sem erlendis og leggur bæjarsjóður til allt að 35 þúsund krónur á ári á hvern bæjarfulltrúa. Í Borgarbyggð fá bæjarfulltrúar greiddan akstur gegn framlögðum reikningum sé fjarlægð frá heimili þeirra að fundarstað meiri en 5 km. Þá fá bæjarfulltrúar í Borgarbyggð greiddar 1.500 - 2.500 krónur á mánuði í símakostnað.

Föst laun bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum er 63.643 krónur á mánuði. Sitji bæjarfulltrúi í bæjarráði bætast 77.785 krónur við. Forseti bæjarstjórnar fær greiddar 89.571 krónu á mánuði og formaður bæjarráðs fær greiddar 87.214 krónur. Með aksturskostnaði fær því formaður bæjarráðs Akraness 194.257 krónur á mánuði og forseti bæjarstjórnar 171.814 krónur. Formenn almennra nefnda fá greiddar 11.698 krónur á hvern fund og almennir nefndarmenn fá greiddar 6.139 krónur á hvern fund. Bæjarfulltrúar sitja að jafnaði í nefndum og bætast því nefndarlaunin við föst laun þeirra.

 

Snæfellsnes

Laun sveitarstjórnarmanna í Snæfellsbæ, Grundarfirði og í Stykkishólmi eru mjög svipuð en hæst eru þau þó í Stykkishólmi ef miðað er við fundatíðni. Í öllum þessum sveitarfélögum eru föst laun bæjarfulltrúa 30.693 krónur á mánuði og að auki eru 9.208 krónur á hvern fund. Forseti bæjarstjórnar fær í þessum sveitarfélögum greiddar 46.040 krónur í föst laun og að auk fær hann greiddar 9.208 krónur í Snæfellsbæ og Grundarfirði en 13.812 krónur í Stykkishólmi. Formaður bæjarráðs fær greiddar 23.020 krónur á mánuði í Snæfellsbæ og í Grundarfirði en 30.693 krónur í Stykkishólmi. Greiðslur fyrir hvern fund eru þær sömu og hjá forseta bæjarstjórnar. Ef miðað er við fundartíðni bæjarstjórna þessara staða í fyrra hefur formaður bæjarráðs í Snæfellsbæ fengið greiddar rúmar 72 krónur á mánuði í Stykkishólmi, rúmar 81 þúsund krónur í Grundarfirði og rúmar 89 þúsund krónur á mánuði í Stykkishólmi. Í þessum sveitarfélögum eru formenn nefnda að fá greiddar tæpar 10 þúsund krónur á hvern fund og almennir nefndarmenn fá greiddar tæpar 7 þúsund krónur á hvern fund.

 

Dalabyggð

Hreppsnefndarmaður í Dalabyggð fær í föst laun 7.673 krónur á mánuði og 6.139 krónur á hvern fund. Oddviti hreppsnefndar hefur 15.347 krónur á mánuði í föst laun og 9.208 krónur að auki á hvern fund. Formaður byggðaráðs fær greiddar 9.208 krónur á hvern fund og byggðaráðsmenn fá greiddar 6.139 krónur á mánuði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is