20. apríl. 2006 12:44
Af þeim 95 málum sem komu til kasta lögreglunnar á Akranesi í sl. viku voru 45 sem tengdust umferðinni með einum eða öðrum hætti. Þar af voru 21 kærðir fyrir of hraðan akstur. Í þeim hópi var einn ökumaður sem mældist aka á 123 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90. Sá sagði lögreglumönnum að hann væri ekki með ökuskírteini meðferðis en þegar lögreglumenn könnuðu málið reyndist skýringin á því vera sú að hann var sviptur ökuréttindum. Hann varð því að leggja
bifreið sinni og bíða eftir ökumanni til að taka við akstrinum. Annar mældist aka á 130 km/hraða, tveir á 124 og einn á 121 km/klst hraða. Fjórir árekstrar urðu á Akranesi í vikunni en lukkulega urðu engin meiðsli á fólki.