20. apríl. 2006 12:51
Tíma nagladekkja lauk um páskana. Eftir 15. apríl er óheimilt að aka um á negldum hjólbörðum. Rétt er að minna ökumenn á að skipta um dekk undir bifreiðum sínum sem fyrst enda má fastlega búast við að lítil hætta sé á hálku úr þessu. Að sögn lögreglu geta ökumenn búist við sektum fyrir akstur á nagladekkjum.