20. apríl. 2006 01:00
Með hækkandi sól eykst umferð reiðhjóla, línuskauta og farartækja sem gjarnan lenda í geymslum yfir veturinn. Rétt er að minna fólk á að réttur öryggisbúnaður er nauðsynlegur þegar ferðast er um með þessum hætti. Á það jafnt við um unga sem aldna. Þó einungis börnum sé skylt að nota hjálma ættu þeir fullorðnu að vera þeim góð fyrirmynd auk þess sem augljóslega geta allir slasast á höfði án tillits til aldurs.