Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2006 08:05

Mikill metnaður í sundfólki af Skaganum

Rakel Gunnlaugsdóttir og Örn Viljar Kjartansson í Sundfélagi ÍA fóru með unglingalandsliðinu til Luxemburg á dögunum en þar kepptu þau á sterku alþjóðlegu móti sem haldið var um síðustu helgi. Rakel synti í úrslitum í sínum greinum, náði frábærum árangri og vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi og bronsverðlauna í 100 metra bringusundi. Örn stóð sig einnig vel og synti til úrslita í 100 metra skriðsundi og varð í 8. sæti en þess má geta að hann missti viku af mikilvægum undirbúningi fyrir mótið vegna veikinda.

 

Ragnheiður Runólfsdóttir, þjálfari fylgdi þeim út og er að vonum afar ánægð með þennan frábæra árangur. “Við erum mjög stolt af þeim og þau öðluðust mikilvæga reynslu fyrir það sem koma skal,” segir Ragnheiður í samtali við Skessuhorn. “Þau stefna bæði á að ná enn betri árangri í framtíðinni og það verður spennandi að fylgjast með þeim,” segir hún. Þess má geta að Rakel er einungis 0,3 sekúndum frá því að ná tilsettu lágmarki fyrir Ólympíuleikana en hún stefnir á að ná því á Evrópumeistaramóti unglinga í sumar þar sem Rakel mun keppa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is