Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2006 10:25

Mr Skallgrimsson snýr aftur

Eftir um þrjár viku, eða nánar til tekið þann 13. maí verður frumfluttur einleikurinn Mr. Skallagrimsson í Borgarnesi. Leiksýningin er sett á fjalirnar í tilefni opnunar Landnámssetursins í Borgarnesi og er liður í Listahátíð.

Verkið er gert eftir Egils-sögu og er það Benedikt Erlingsson, leikari sem er höfundur verksins og leikur hann jafnframt öll hlutverkin. “Við erum að reyna að segja söguna nokkuð nákvæmlega en verðum þó að stikla á stóru því ef segja á alla söguna sem er saga þriggja kynslóða og gerist í mörgum löndum, er þetta sjö kvölda leikþáttur, en ég ætla að reyna að koma þessu til áhorfenda á u.þ.b. 2 klukkutímum,” sagði Benedikt í viðtali við Skessuhorn.

 

Leikstjóri Mr. Skallagrimsson er sænski þjóðleikhússtjórinn Peter Engkvist, sem hefur unnið með Benedikt áður, m.a. í uppsetningu Gunnlaugssögu Ormstungu sem sýnd var á Hvanneyri og víðar. Æfingar fara nú fram í Safnaðarheimilinu í Borgarnesi. Ragnar Kjartansson er höfundur leikmyndar og vinnur einnig að tónlist og hljóði í verkinu, en hann og Benedikt hafa áður unnið saman að slíkum verkefnum. Því má segja að þeir séu þaulvanir að vinna saman og nú er bara að bíða og sjá hvort þessi sýning um Egil Skallagrímsson vekji ekki stormandi lukku. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is