Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2006 04:30

Sturla vill hefja Sundabraut að norðanverðu

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur óhjákvæmilegt að kanna hvort hægt sé að hefjast handa við Sundabraut að norðanverðu. Með því segir hann hægt að taka verkið úr gíslingu meirihlutans í Reykjavík. Þetta kom fram á Alþingi í dag í svari ráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar um umferðaröryggi á Kjalarnesi.

 

Sturla sagði samgönguyfirvöld hafa verið misserum saman dregin á svari um hvar Sundabrautin eigi að liggja yfir Kleppsvíkina og þar sé hver afsökunin nefnd af annarri. Sakaði hann Dag B. Eggertsson formann skipulagsráðs að fara með rangt mál til að fela eigið aðgerðarleysi.

 

Orðrétt sagði ráðherra: „Þar sem Reykjavíkurborg hefur dregið þessa ákvörðun út í hið óendanlega, þannig að ekki er unnt að hefja verkhönnun, sem er undanfari útboðs, tel ég óhjákvæmilegt að láta kanna það af fullri alvöru hvort ekki sé rétt að hefja framkvæmdir við Sundabraut að norðanverðu. Með því væri verkið tekið úr þeirri gíslingu sem meirihlutinn í Reykavík heldur því í.“

 

Sturla vill kanna hvort hægt verði að hefjast handa við breikkun vegarins á Kjalarnesi, milli syðri gangamunna Hvalfjarðarganga að þeim stað sem fyrirhugað er að Sundabraut þveri Kollafjörð. „Verði þetta niðurstaðan mun þessi hluti framkvæmdarinnar koma inn í endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 og ég tel ekkert eiga að vera því til fyrirstöðu að framkvæmdirnar eigi sér stað á fyrri hluta þess áætlunartímabils“.

 

Með þessu svari er ráðherra að taka undir skoðun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi því eins og fram kom í fréttum Skessuhorns á sínum tíma lagði stjórn samtakanna það til í nóvember að kannaður yrði sá möguleiki að hefja framkvæmdir við þverum Kollafjarðar og lagningu brautarinnar um Álfsnes og Geldinganes að Gufunesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is