27. apríl. 2006 05:39
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt bifreiðarstjóra í 120 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið vanbúinni flutningabifreið og einnig að hafa verið án ökuskírteinis. Þá var bifreiðastjóranum einnig gert að greiða 102 þúsund krónur í málskostnað. Í dómnum kemur fram að bifreiðastjórinn hafi ekið vörubifreið sinni norður Vatnaleið og austur Snæfellsnessveg. Stöðuljós festivagns voru óvirk og 6 hjólbarðar hans voru svo slitnir að ófullnægjandi mynstur var á dekkjunum. Þá var heildarþyngd bíls og vagns um 60 tonn en mátti aðeins vera um 44 tonn. Þá var ákærða einnig gefið að sök að hafa hunsað fyrirmæli lögreglu með því að aka fyrirvarlaust á brott þegar lögregla var að skoða bifreiðina.