Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2006 04:02

Þolinmæði íbúa við Grenigrund þrotin

Í morgun afhentu íbúar við Grenigrund á Akranesi Guðmundi Páli Jónssyni bæjarstjóra undirskriftarlista sem allir húseigendur við götuna höfðu skrifað undir. Þar mótmæla íbúarnir þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að ekki skuli ráðist í framkvæmdir við endurnýjun götunnar í sumar. Fram kemur í texta undirskriftarlistans að þessi ákvörðun sé bæjarstjórn til háborinnar skammar. Þá er bent á að gatan sé mjög ljót og illa farin „hún er mishæðótt, mjög gróf og stórhættuleg börnum,“ segir orðrétt í textanum.

 

 

Það voru Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Páll Oddsson sem afhentu bæjarstjóra listann fyrir hönd íbúa.  Í samtali við Skessuhorn sagði Gísli Páll að þolinmæði íbúa við götuna væri þrotin. Á undanförnum árum hefur verið unnið við endurbætur á gatnakerfi Grundahverfis og er Grenigrund eina gatan í hverfinu sem ekki hefur verið endurnýjuð. Nú er hún lögð grófri olíumöl og gangstéttir eru ekki við götuna. Gísli Páll segir bæjarfulltrúa margsinnis hafa lofað því að Grenigrundin yrði endurnýjuð og á íbúafundi í Grundaskóla á sínum tíma hafi verið gefið loforð að endurnýjun hennar fylgdi í kjölfar endurnýjun annarra gatna í hverfinu. Einstakir bæjarfulltrúar í meirihluta bæjarstjórnar hafi ítrekað þau loforð síðar en nú sé ljóst að við þau loforð verði ekki staðið að óbreyttu. Hann segir að gróft yfirborð götunnar og göngustíga við hana hafa valdið slysum og nú síðast hafi ungur drengur slasast töluvert á munni við fall á götuna. Slíkar slysasögur séu alþekktar hjá flestum íbúum við götuna. Hann nefnir sem dæmi að ekki sé hægt að nota hjólaskauta í götunni og eldra fólk sem nota þurfi göngugrindur til þess að komast leiðar sinnar séu allar bjargir bannaðar. Við svo búið verði ekki unað lengur og því sé kominn tími aðgerða.

Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri þakkaði framtak íbúannna og sagðist koma listanum á framfæri við bæjarstjórn. Í máli hans kom fram að í fjárhagsáætlun ársins 2006 væri ekki gert ráð fyrir endurnýjun götunnar. Hann sagði það vilja bæjarstjórnar að endurnýja götuna eins og aðrar götur í hverfinu en af því hefði ekki getað orðið ennþá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is