28. apríl. 2006 01:44
Vinstri grænir á Akrnaesi opna kosningaskrifstofu V-listans á morgun, laugardaginn 29. apríl klukkan 16:00. Skrifstofan er að Skólabraut 37. Í tilkynningu frá hinu nýja framboði segir að íbúar eru hvattir til að líta við, njóta góðrar tónlistar og spjalla við frambjóðendur. Sérstakur gestur á vígsludaginn verður Steingrímur J. Sigfússon. Ávörp flytja Rún Halldórsdóttir, leiðtogi listans og Sigurður Mikael sem skipar annað sæti hans. Heitt verður á könnunni og meðlæti að hætti V-listans.