Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2006 01:12

Útflutningsskylda lambakjöts minnkuð í 8%

Markaðsráð kindakjöts hefur gert tillögu til landbúnaðarráðherra um að svokölluð útflutningsskylda lambakjöts á þessu ári verði 4-10%, en það þýðir að 7-8% af allri framleiðslu verða flutt úr landi. Ekki eru nema tvö ár síðan útflutningsskyldan var 36%. Fyrir kjöt sem lagt hefur verið inn til útflutnings hefur undanfarin ár fengist um helmingi lægra verð til bænda en fyrir það kjöt sem fer á innanlandsmarkað.

 

Fyrir tveimur árum síðan voru þannig um 2.400 tonn flutt út, en nú eru horfur á að ekki verði flutt út nema 700 tonn. Í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagði Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda að nú séu bændur í þeirri stöðu að þurfa að velja hvaða erlendu mörkuðum þeir eigi að sinna. Menn muni að sjálfsögðu eingöngu selja á þá markaði sem borgi hæsta verðið. Breytt gengi krónunnar geri það hins vegar að verkum að útflutningur á lambakjöti sé hagstæðari nú en hann var í fyrra.

 

Í viðtalinu í Morgunblaðinu segir Özur m.a.: “Sú staða gæti hæglega komið upp í sumar að bændur stæðu frammi fyrir því vandamáli að eiga ekki nægilegt lambakjöt inn á markaðinn.” Á síðustu 12 mánuðum hafa selst rúmlega 7.500 tonn af lambakjöti, en þetta er 18% meiri sala en var á árinu 2003. Það ár var reyndar versta ár sem sauðfjárbændur hafa upplifað.

 

Í fyrrasumar var allt lambakjöt í landinu að klárast þegar sláturtíð hófst. Söluaukningin sem varð í fyrra hefur haldið áfram á þessu ári. Özur segir að kjötbirgðir séu 8-10% minni núna en á sama tíma í fyrra. Það geti því orðið vandamál fyrir bændur að útvega nægilega mikið kjöt inn á markaðinn ef góð sala verði á lambakjöti í sumar. Hann segir að um 300 tonn af lambakjöti sem átti að flytja úr landi séu enn í landinu og þetta kjöt verði ekki flutt út nema í ljós komi að nægt framboð verði á kjöti á innanlandsmarkaði.

 

Þá segir Özur: “Dregið hefur verið úr markaðssetningu á lambakjöti innanlands síðustu mánuði beinlínis vegna þess að birgðastaðan er lág.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is