Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2006 06:01

Formenn viðstaddir opnun kosningaskrifstofa

Nú eru öll framboðin á Akranesi búin að opna skrifstofur sínar til undirbúnings kosningunum í vor. Í gær opnuðu framsóknarmenn skrifstofu sína við Sunnubraut og í dag var margt stórmenna á ferð þegar Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn opnuðu sínar skrifstofur sínar, Vinstri grænir við Skólabraut og Sjálfstæðismenn nokkrum metrum ofar, neðst á  Kirkjubrautinni. Í sama húsi og þeir hefur Samfylkingin einnig komið sér fyrir. Frjálslyndir hafa komið sér fyrir í húsnæði gamla Ozone við Kirkjubraut 8.

 

Formenn bæði Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks heimsóttu Skagann af þessu tilefni. Geir Haarde ávarpaði Sjálfstæðismenn og bauð Gísla S Einarsson, bæjarstjóraefni sérstaklega velkominn til starfa fyrir flokkinn. Þá var Steingrímur Sigfússon á ferðinni og stappaði stálinu í viðstadda á kosningaskrifstofu Vinstri grænna við Skólabraut. Ágæt stemning var á öllum þessum stöðum og víst að mikill hugur er í öllum framboðum fyrir "slaginn" sem nú fer í hönd.

 

 

Meðfylgjandi myndir eru frá því í dag.

NR. 1 Geir Haarde, Gísli S Einarsson og Gunnar Sigurðsson

NR. 2: Steingrímur J Sigfússon ásamt efstu þremur frambjóðendum VG á Akranesi.

NR. 3: Hluti af frambjóðendum Samfylkingarinnar á Akranesi.

 

Fleiri myndir frá kosningaskrifstofunum verða birtar í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is