Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2006 09:58

Glæsilegt íþróttahús vígt í Reykhólum

Á laugardaginn síðasta var nýtt íþróttahús á Reykhólum við hátíðlega athöfn og voru um 100 gestir viðstaddir. Það var séra Sjöfn Þór sóknarprestur sem vígði húsið og blessaði en börnin í sveitinni voru henni til aðstoðar.Þetta er glæsilegt 425 fermetra hús sem byggt var við Reykhólaskóla með rúmlega 100 fermetra tengibyggingu. Arkitekt hússins er Jón Guðmundsson. Kostnaður íþróttahússins nam um 69 milljónum króna og er þá tekinn með kostnaður vegna kaupa á borðum, stólum og öðrum innanstokksmunum. Þó á eftir að ganga frá plani og bílastæði við húsið.

 

Sveitarstjóri Reykhóla, Einar Thorlacius er fullviss um að húsið muni ekki eingöngu nýtast yngri kynslóðinni til leiks og íþrótta, heldur er húsið tilvalið fyrir hvers kyns mannamót fyrir þá fullorðnu. Þá tók hann, fyrir hönd hússins, á móti fjöldanum öllum af gjöfum frá hreppsbúum en húsið fékk meðal annars glæsilegan farandbikar sem ungviðin í sveitinni munu koma um. Húsinu bárust einnig að gjöf matar- og kaffistell ásamt hnífapörum fyrir um þrjúhundruð manns, málverk, klukka og margt fleira sem prýða mun húsnæðið í framtíðinni.

 

Mynd: Hér er Sr. Sjöfn Þór, sóknarprestur á Reykhólum að vígja húsið. Henni til aðstoðar eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar á staðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is