Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2006 10:02

Húrra Kristján! Húrra Skagaleikflokkur!

Það er ekki á hverjum degi sem áhugaleikfélög ráðast í uppstetningu splunkunýrra verka sem eru sérstaklega skrifuð fyrir leikarana í hópnum. Það gerðist þó um liðna helgi þegar Skagaleikflokkurinn frumsýndi leikritið Hlutskipti eftir Kristján Kristjánsson. Þetta er í þriðja sinn sem Kristján semur verk sérstaklega fyrir Skagaleikflokkinn, en fyrri verkin tvö, Alltaf má fá annað skip og Lifðu – yfir dauðans haf, hlutu einróma lof gagnrýnenda og góðar viðtökur Skagamanna.

 

Ég efa ekki að Hlutskipti á eftir að hljóta lof gagnrýnenda og vona sannarlega að það hljóti góðar viðtökur hjá Skagamönnum. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi sýning sé stórviðburður og mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Akranesi. Það er greinilegt að bæði Skagaleikflokkurinn og höfundur verksins hafa lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að geta boðið bæjarbúum upp á metnaðarfulla og vandaða sýningu og eiga það skilið að við látum hana ekki fram hjá okkur fara.

Hlutskipti er fjölskyldusaga en gerist á einum degi, afmælisdegi fjölskylduföðurins sem fallinn er frá fyrir fjórum árum.  Fjögur systkin eru saman komin til þess að skipta búi móður sinnar sem þjáist af heilabilun og dvelur á hjúkrunarheimili. Eftri því sem sögunni vindur fram fær áhorfandinn innsýn í líf fjölskyldunnar og smám saman raðast brotin í harmleik sem á endanum snýst upp í óumflýjanlegt uppgjör systkinanna við fortíðina, foreldra sína, sjálf sig og hvert annað. Að sýningu lokinni er hún áleitin spurningin um það hvernig við tökumst á við áföll og höldum áfram að lifa þegar veröld okkar hrynur.

Þessar tilvistarlegu spurningar sem Kristján tekst á við í verkinu er eitthvað sem allir hafa glímt við í einhverjum mæli í eigin lífi og þess vegna er það svolítið einsog að horfa í spegil að fylgjast með sýningunni. Eins og áhrifarík verk gjarnan gera kemur hún við kauninn á manni og knýr mann til þess að horfa í eigin barm, ekki síst vegna þess að leikurunum tekst ákaflega vel upp í hlutverkum sínum. Ég hef sjaldan eða aldrei sé áhugaleiksýningu þar sem frammistaða leikaranna er jafn jöfn og glæsileg. Leikstjórinn hefur greinilega unnið vel með sínu fólki því bæði skiluðu leikararnir textanum sínum á mjög sannfærandi hátt og hreyfingar þeirra og látbragð allt gerði það að verkum að sýningin í heild var mjög lifandi og trúverðug. Hlutverk systkinanna og móðurinnar eru stór og erfið en leikararnir valda þeim vel og ég get ómögulega hampað einum umfram aðra. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé leiksigur heildarinnar.

 

Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé alvarlegt er sýningin stórskemmtileg og mörg tilefni gefast til þess að hlæja hjartanlega. Ég hvet bæjarbúa enn og aftur til þess að drífa sig í leihúsið á Suðurgötunni og sjá þessa frábæru leiksýningu. Húrra Kristján! Húrra Skagaleikflokkur!

 

Anna Lára Steindal. 

 

Hlutskipti:

Höfundur: Kristján Kristjánsson.

Leikstjóri: Inga Bjarnason.

Aðstoðarleikstjóri: Jóhanna Guðjónsdóttir.

Leikarar: Guðbjörg Árnadóttir, Sigríður Birgisdóttir, Vala Bergland, Gísli Baldvin Gunnsteinsson, Þórdís Ingibjartsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Fjalar Rúnarsson, Aðalheiður Bj. Sigurdórsdóttir.

Ljósahönnun: Hlynur Eggertsson.

Ljósamaður og yfirsmiður: Pálmi Jónasson.

Búningar: Steinunn Björnsdóttir og leikhópurinn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is