Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2006 10:11

Margrét gerð að heiðursborgara Dalabyggðar

Eins og fram kom í síðast tölublaði Skessuhorns átti Margrét Oddsdóttir frá Jörva í Haukadal aldarafmæli sl. miðvikudag. Að því tilefni var haldin veisla henni til heiðurs á laugardaginn var í Félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum og leit blaðamaður inn til að óska henni til hamingju með daginn. Það voru stöllur hennar úr Dalabyggð sem tóku það hlutverk að sér að sjá um framkvæmd og undirbúning veislunnar og var ekki annað að sjá en þeim hafi tekist vel til. Um 150 manns voru mættir til að fagna þessum degi með Margréti sem þótti afar vænt um að sjá allan þennan fjölda og þakkaði þeim innilega fyrir þann heiður sem henni var veittur.

 

Þess má geta að hún var gerð að heiðursborgara Dalabyggðar sl. laugardag og er hún vel að þeim titli komin.

 

Meðal gesta var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra en hún er gift Þorsteini Húnbogasyni, barnabarni Margrétar. Siv sagði að Margrét væri afar litrík kona sem sæist einna helst í fatavali hennar. Margrét hefur gaman af því að umgangast fólk og er létt í lund og segir að fólk eigi að hafa gaman af lífinu og skemmta sér. Sjálf vill hún lifa hundrað ár í viðbót og að sögn Þorbjargar Guðbrandsdóttur, barnabarns hennar vill hún fá Kára Stefánsson til að uppfylla þessa ósk hennar.

Margrét, sem er fædd að Hömrum í Haukadal 26. apríl 1906, er elsti íbúi Dalabyggðar og á 63 afkomendur. Margrét og eiginmaður hennar, Þorsteinn Jónsson sem lést fyrir tíu árum áttu fjögur börn; Húnboga, Álfheiði og Mörtu Þorsteinsbörn en einnig áttu þau Brynhildi, sem lést árið 1958 aðeins 27 ára gömul.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is