Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2006 04:32

Deiliskipulag Borgarbrautar á byrjunarreit

Bæjarráð Borgarbyggðar samþykkti í morgun að fela umhverfis- og skipulagsnefnd að vinna nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi. Þessi ákvörðun er til komin vegna athugasemda Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags lóðarinnar nr. 59 og óskar eiganda hússins nr. 57 um að fá að rífa það og byggja nýtt hús á lóðinni. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur mikil umræða farið fram í Borgarnesi vegna hugmynda sem uppi hafa verið um reisa 30 íbúða fjölbýlishús á lóðinni nr. 59 við Borgarbraut. Meðal annars var bæjaryfirvöldum á sínum tíma afhentur undirskriftarlisti þar sem 144 íbúar mótmæltu deiliskipulagi lóðarinnar.

 

Í mars lagði umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar til að svæðið Borgarbraut 55, 57 og 59 yrði deiliskipulagt í heild sinni áður en lengra yrði haldið. Á það féllst bæjarstjórn ekki og samþykkti fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir lóðina nr. 59. Skipulagsstofnun gerði hins vegar nokkrar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna og voru þær athugasemdir til athugunar hjá Borgarbyggð.

 

Á dögunum gerist það hins vegar að eigandi lóðarinnar að Borgarbraut 57 sendi inn erindi til sveitarfélagsins þar sem óskað var leyfis til þess að rífa hús það sem á lóðinni er og hýsti á sínum tíma verslun Bónuss. Jafnframt var óskað leyfis til að byggja á lóðinni fjölbýlishús. Í ljósi þessarar beiðni ákvað bæjarráð því í morgun að svæðið sem nær yfir lóðirnar þrjár yrði deiliskipulagt í heild sinni.

 

Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar segir að ósk eiganda hugmyndir eiganda lóðarinnar nr. 57 og athugasemdir Skipulagsstofnunar hafi óhjákvæmilega kallað á þá ákvörðun að skoða málið í heild sinni. Með þessari ákvörðun bæjarráðs er ljóst að byggingarframkvæmdir á lóðinni nr. 59 tefjast. Páll vildi ekki spá um hvað deiliskipulagsvinnan tæki langan tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is