Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2006 07:32

Nýr menntaskóli í Borgarnesi staðreynd

Það mátti heyra hamingjuóskir í hverju horni í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í dag. Tilefnið var enda ærið, menntamálaráðherra var mættur á svæðið til að skrifa undir viljayfirlýsingu um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar. Bros var á hverri brá og ljóst að Borgfirðingar binda miklar vonir við að í dag hafi stórt framfaraspor verið stigið. Haustið 2007 er stefnt að því að borgfirskir unglingar geti sest á skólabekk í hinum nýja skóla í heimabyggð.

 

Það var því mikið um dýrðir í Íþróttamiðstöðinni, haldnar voru ræður, kórar sungu – bæði Freyjukórinn og Karlakórinn Söngbræður til að gæta fyllsta jafnvægis – og börn úr grunnskólum héraðsins sýndu skemmtiatriði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að heimamenn hefðu gert henni ákvörðunina um yfirlýsinguna mun auðveldari. Þeir hefðu sýnt sóknar- og framkvæmdavilja og verið tilbúnir til að skoða nýja leiðir í þátttöku verkefnisins.

 

Eftir athöfnina í Íþróttamiðstöðinni var gengið fylktu liði undir styrkri stjórn skátanna niður að gamla íþróttavellinum, þar sem tjaldstæði bæjarins hefur verið. Þar tók menntamálaráðherra fyrstu skóflustungu að fyrirhugaðri skólabyggingu.

Þrátt fyrir að hugmyndir um stofnun framhaldsskóla í Borgarfirði hafi lengi verið á reiki, verður ekki sagt að aðdragandi þessa áfanga sé langur. Það var í ágúst síðastliðinn sem bæjarráð Borgarbyggðar ákvað að leita samstarfs við háskóla héraðsins um mögulega stofnun framhaldsskóla. Og nú, eftir hefðbundinn níu mánaða meðgöngutíma, var fyrsta skóflustungan tekin.

 

Óhefðbundnar leiðir verða farnar, bæði í rekstri og námsskipulagi menntaskólans. Um hann var stofnað hlutafélag og þann 20. júní nk. verður kosið í stjórn þess. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst tækifæri til að gerast hluthafar í skólanum. Nú þegar hafa Sparisjóður Mýramanna og sveitarfélagið lagt fram umtalsverða upphæð og á fundinum var tilkynnt að Loftorka hefði skuldbundið sig til þess sama.

 

Námstilhögun skólans verður eftir nýrri námsskrá framhaldsskólanna sem tekur ekki gildi fyrr en árið 2008 og hefðbundið nám til stúdentsprófs mun því taka þrjú ár. Skólinn mun verða bóknámsskóli og við hann verða tvær brautir, nátturufræði- og raunvísindabraut og félagsvísinda- og viðskiptabraut, auk almennrar brautar sem sinna mun þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri úr grunnskóla,. Reiknað er með góðu samstarfi á milli menntaskólans og háskólanna tveggja og ekki síst á milli menntaskólans og grunnskóla héraðsins.

 

Skessuhornið óskar Borgfirðingum og Vestlendingum öllum til hamingju með þennan áfanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is