Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2006 09:37

Laun bæjarstarfsmanna á Akranesi hækka umtalsvert

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að Akraneskaupstaður leiti eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál. Ákvörðunin kemur í kjölfar óskar Starfsmannafélags Akraness (StAk) um að félagið sameinist Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Ákvörðunin þýðir í raun að laun sumra félagmanna StAk hækka um tugi prósenta. Forystumenn Akraneskaupstaðar og starfsmannafélagsins viðurkenna að óánægja hafi verið með störf Launanefndar sveitarfélaga. Kostnaður kaupstaðarins vegna þessa getur í upphafi orðið um 70-80 milljónir króna.

 

 

 

Í gær komu á fund bæjarráðs Akraness forystumenn StAk og kynntu bæjarráði þá ákvörðun stjórnar félagsins að óska eftir formlegum viðræðum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um sameiningu félaganna. Í framhaldi af umræðum á fundinum samþykkti bæjarráð að leita eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál fari svo að samþykkt verði sameining starfsmannafélaganna og Reykjavíkurborg samþykki fyrir sitt leyti að gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað verði á hendi sameinaðs félags.

 

Valdimar Þorvaldsson formaður StAk segir að nái þessar hugmyndir fram að ganga muni nást fram umtalsverð hækkun á launum félagsmanna er þau aðlagast launum borgarstarfsmanna. Segir hann að hækkunin geti í nokkrum tilfellum orðið á þriðja tug prósenta. Félagsmenn StAk sem vinna hjá Akraneskaupstað eru í dag um 300 talsins og eru flestir þeirra ófaglærðir. Valdimar segir að undanfarna mánuði hafi félagið leitað leiða til þess að laun félagsmanna yrðu hliðstæð launum fyrir sambærileg störf hjá Reykjavíkurborg enda á sama atvinnusvæði en það hafi ekki tekist þar sem Launanefnd sveitarfélaga sé viðsemjandinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.

 

 „Með því að fara þessa leið vildum við ganga hreint til verks en ástunda ekki feluleik í launamálum eins og tíðkast hefur undanfarna mánuði í sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur“ segir Valdimar og nefnir þar til sögunnar Kópavogsbæ og Mosfellsbæ. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að önnur starfsmannafélög og sveitarfélög feti sömu leið sagðist  Valdimar vona að svo verði. „Við höfum verið mjög ósátt þau störf launanefndarinnar að vilja ekki viðurkenna launaumhverfi hvers sveitarfélags fyrir sig“ segir hann. Aðspurður hvort þessi ákvörðun sé ekki vantraust á launastefnu Akraneskaupstaðar og störf forystu starfsmannafélagsins segir Valdimar svo ekki vera. „Bæjarfélagið fól launanefndinni á sínum tíma að fara með umboð til samninga. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að leita samstarfs við Reykjavíkurborg. Það er ekki hlutverk starfsmannafélaga að halda niðri launum félagsmanna og því ákváðum við að leita eftir sameiningu við félagið í Reykjavík“. Aðspurður hvort með þessari leið séu starfsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ekki að festa í sessi launamun milli sveitarfélaga á einstökum landssvæðum segir hann það skoðun sína að greiða eigi sömu laun fyrir sömu vinnu hjá starfsmönnum einstakra sveitarfélaga. „Við verðum hins vegar að taka mið af kjörum á markaðnum á hverju svæði. Við getum ekki ávallt miðað við lægstu laun hverju sinni“ segir Valdimar.

 

Magnús Guðmundsson bæjarráðsmaður segir að á undanförnum árum hafi samstarf Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar aukist og nefnir þar samstarf innan Orkuveitu Reykjavíkur, sameiningu hafna við Faxaflóa og almenningssamgöngur. Svæðið sé því orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Því hafi verið ákveðið að stíga þetta skref enda ljóst að á sama atvinnusvæði geti ekki verið mörg launasvæði. Aðspurður hvort í þessari ákvörðun felist ekki vantraust á störf Launanefndar sveitarfélaga segir Magnús að finna hafi mátt að ýmsum ákvörðunum þeirrar nefndar. Hann segist hafa heyrt orðróm þess efnis að hjá Kópavogsbæ og Mosfellsbæ hafi orðið launahækkanir að undanförnu, án þátttöku launanefndarinnar í þeim ákvörðunum. Magnús segir heildarkostnað bæjarfélagsins af þessum breytingum ekki liggja fyrir en líklegt sé að hann verði um 70-80 milljónir króna á ári í upphafi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is