Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2006 11:26

Segir ákvörðun Akraneskaupstaðar leiða til hækkun hæstu launa

Karl Björnsson sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki hafa orðið var við óánægju Akraneskaupstaðar á störf Launanefndar sveitarfélaga og að ákvörðun Akraneskaupstaðar leiði til hækkunar hæstu launa. Ekki hafi verið krafa um slíkt í þjóðfélaginu.

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í morgun ákvað bæjarráð Akraness að leita eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál.

Kom ákvörðunin í kjölfar óskar Starfsmannafélags Akraness um að félagið sameinist Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Bæði formaður StAk og fulltrúi í bæjarráði Akraness sögðu ákvörðunina að hluta til tekna vegna óánægju með störf Launanefndarinnar.

 

Karl segir Akraneskaupstað hafa gefið Launanefndinni umboð til að semja við alla starfsmenn sveitarfélagsins og það umboð hafi ekki verið afturkallað.  Engar óánægjuraddir hafi borist frá Akraneskaupstað vegna starfa nefndarinnar og henni hafi ekki verið tilkynnt að breytingar væru fyrirhugaðar á launastefnu sveitarfélagsins. Því komi ákvörðunin í gær talsvert á óvart. Hann segir að fyrir skömmu hafi laun um 80% starfsmanna sveitarfélaga verið aðlöguð launum í samsvarandi störfum hjá Reykjavíkurborg og því hafi þeir hópar hjá Akraneskaupstað staðið jafnfætis starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Launanefndin hafi hins vegar ekki treyst sér til þess að jafna laun um 20% starfsmanna,  þeirra hæstlaunuðustu, við hæstu laun hjá Reykjavíkurborg. Ákvörðun bæjarráðs Akraness, beinist hún að jöfnun launakjara við Reykjavíkurborg,  hljóti því að leiða til þess að laun  hæstlaunuðustu starfsmanna Akraneskaupstaðar hækki nokkuð. „Að mínu viti hefur ekki verið krafa uppi í samfélaginu um að hækka verulega þá hæstlaunuðustu“ og svo virðist því um nokkra stefnubreytingu að ræða.

 

Bæði Valdimar Þorvaldsson formaður StAk og Magnús Guðmundsson bæjarráðsmaður sögðust í samtali við Skessuhorn hafa heyrt um hækkanir launa hjá Kópavogsbæ og Mosfellsbæ í takt við laun hjá Reykjavíkurborg. Karl segist hafa heyrt af umræðu í þessa átt en ekkert hafi komið fram sem staðfesti slíkt.

 

Þá segist Karl ekki átta sig á því hvort ákvörðun Akraneskaupstaðar feli í sér að bæjarfélagið sé í raun að framselja samningsumboð sitt í hendur öðru sveitarfélagi. Einnig eigi eftir að koma í ljós hvort þetta nái eingöngu til félagsmanna í StAk en ekki starfsmanna Akraneskaupstaðar sem tilheyra öðrum stéttarfélögum og launanefndin hafi umboð bæjarins til að annast kjarasamningsgerð við. Hann vill engu spá um hvort þessi ákvörðun verði tilefni til breytinga hjá öðrum sveitarfélögum og kveðst ekki hafa í höndunum forsendur til þess að meta hvað slík ákvörðun gæti kostað sveitarfélögin í heild leiði hún til þess að nýlegar launaleiðréttingar til þeirra lægst launuðu muni færast upp allan launastigann. Á hinn bóginn telur Karl mikilvægt að menn ígrundi hugsanleg áhrif þess á þróun verðbólgunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is